Andvari - 01.01.1889, Qupperneq 10
4
Um fermingu var hann farinn að búa til penna-
teikningar eptirmyndum í Nýju Fjelagsritunum, furðu
góðar af ungum dreng; hann bjó til lágmynd af Gísla
Konráðssyni úr hlágrýtisteini með pjalaroddi, og er
sú mynd til sýnis á forngripasafninu; á sama hátt
gjörði hann mynd af Níels skálda. Enn fremur hefur
hann farið heim að Hólum í Hjaltadal, og búið til
pennateikningar af sumum myndunum í Hólakirkju, og
eru frummyndir þeirra sumar glataðar nú.
pessar pennateikningar eru enn til í eigu forn-
gripasafnsins.
Yið petta var hann öllum stundum, svo að faðir
hans sá, að ekki mátti svo búið standa, enda eggjuðu
ýmsir hann á að láta Sigurð sigla til að læra málara-
list.
Yerzlunarmaður var pá í Hofsós, sem Holm hjet,
og venjulega kallaður gamli Holm, allra mesti gæða-
maður. Hann átti bróður í Kaupmannhöfn, sem mál-
aði stofur og húsgögn, og par átti að reyna að koma
Sigurði fyrir. Málari er málari, hugsuðu menn, og fór
Sigurður með skipi Gudmanns kaupmanns úr Hofsós
og kom til Iíaupmannahafnar 20. sept. 1849, og var
hann pá 16. ára að aldri.
Nú fer hann til Iíolms málara, en pótti mál-
aralist hans ekki betri, en bæjavinnan á íslandi. Kom
nú eðliseinkunn Sigurðar fram; honum varð sundurorða
við Holm og fór frá honum eptir 5 daga. Skaut pá
pvottakona ein skjólshúsi yfir hann og var hanu hjá
henni fram á jólaföstu lítt haldinn.
Nú komu frjettirnar heim til íslands og póttu for-
eldrum hans ekki góðar. Skrifaði faðir hans honum
brjef, sem er dagsett 11. febr. 1850 og er til í eigu
forngripasafnsins; pað ber bæði vott um, að Sigurður
hefur haft ást hjá foreldrum sínum, en föður hans pótt
ástæða til að áminna hann. Jeg tek að eins petta
upp sem, sem gefur Ijósa hugmynd um, hvernig útlitið