Andvari - 01.01.1889, Side 11
5
-var fyrir drengnum: «Holm (o: 1 Hofsós) klagaði sáran»,
segir í brjeíinu «að liann hefði fengið Ijótar ákúrur frá
Gudmann og bróður sínum líka (o: Holm málara) fyrir
sendinguna (o: Sigurð), og munu peir hafa sagt honum
frá óánægju pinni, og mun honum hafa fallið illa; hann
sagði líka, að pað, sem þú áttir að taka fyrir, væri
kostnaðarlaust, en þar á móti, ef þú skyldir taka ann-
að hærra fyrir, kostaði það víst 4 eða 5 hundruð dali
á ári, og sjer þú nú sjálfur, livort þjer muni vera fært,
að hleypa þjer í soddan; hann gjörir ráð fyrir, það
kosti ei minna en 2000 dali í allt, og væri þjer betra
að koma aptur, eins og þú fórst, og er þó ekki sóma-
legt. Jeg verð að vona, það rætist eittlivað úr fyrir
þjer, allra helzt ef þú kemur þjer vel, og líka ef þjer
fer fram í því, sem þú telcur fyrir. Og áminni jeg þig
nú (máske í seinasta sinni) fyrst, að þú reynir til að
koma þjer vel eptir mögulegleikum, og þar næst, að
taka eitthvað það fyrir, sem er nytsamt og kostnaðar-
lítið».
petta var seinasta áminning föður hans, því að
hann dó 5. apríl 1850 næst á eptir, en áður en brjef
lians kom til Hafnar var farið að rætast úr fyrir Sig-
urði; hann hafði náð í landa sína í Höfn. Konráð
Gíslason þekkti ættfólk hans og hafði liann gengist fyr-
ir því, að prófessor Jerichau, myndasmið í Kaupmanna-
höfn, voru sýndar myndir þær, sem Sigurður hafði gjört
hjer á íslandi, og leist honum svo vel á, að hann bauð
Sigurði til sín og kenndi honum fyrir ekki neitt.
Fór hann nú frá þvottakonunni og var hjá Jeri-
chau fram að jólum, að æfa sig í því að draga upp
mannshöfuð. Einhvern dag skömmu fyrir jólin kom
byggingameistari Hetsch, prófessor við listaskólann í
Khöfn til Jerichaus, og sá, livarSigurður var að teikna
mannshöfuð sín, og þótti honum svo vel gjört, að hann
bauð Sigurði á listaskólann, en nokkru síðar bauð hann
honum ókeypis kennslu heima hjá sjer.