Andvari - 01.01.1889, Qupperneq 15
9
að kalla það Laráttu. Og það sýnir, að Sigurður veit
vel út í livað hann fer, án þess að hann hafi þó þá
getað gert sjer hugmynd um, hversu ströng haráttan
mundi verða. J>etta sýnir líka, að Sigurður hefur vel
pekkt eðlisfar sitt.
En pó sýnir ekkert hetur, hversu Sigurður gat vel
dæmt uin sjálfan sig, og pá, sem hann átti við að skipta,
heldur en stofnun forngripasafnsins.
Hann var farinn að hugsa um petta mál, er hann
var í Kaupmannahöfn. En síðan grennslaðist haun
eptir forngripum, hvar sem hann gat, en lætur pó
líða ár eptir ár, án pess að koma fram með skoðanir
sínar.
Yorið 1860 finnast liinar merkilegu fornleifar á
Baldursheimi, og pegar hann eptir nærri tvö ár er hú-
inn að fá nákvæmar lýsingar af peim, kemur hann
fyrst fram með skoðanir sínar í ífióðólfi, 24. apríl 1862.
Nú á hann fornleifarnar á Baldursheimi vísar, og svo
verður Helgi Sigurðsson á Jörfa til að gefa sítia forn-
gripi. En pó kemur Sigurður málari ekki fram sjálfur
gagnvart yfirvöldunum, heldur er pað Jón Arnason, sem
skrifar til stiptsyfirvaldanna og fær sampykki peirra til
pess, að pau taki að sjer yfirumsjón gripanna.
Sigurður fann að hann mátti sem minnst koma
fram sjálfur, pví að pá voru vísar allskonar vífilengjur,
heldur urðu aðrir að koma fram í hans stað. Eu óðara
en fyrstu gripirnir komu á safnið, pá biður Jón Árna-
son um, að Sigurður sje skipaður meðumsjónarmaður, og
pá gátu engin mótmæli eða vífilengjur komið fram.
Með pessari aðferð komst safnið á fót, og pað sýndi
sig síðar, að pessi aðferð var á góðum rökum hyggð, pví
að pegar Sigurður var orðinn sverð og skjöldur safnsins,
pá ætluðu yfirvöldin að svipta safnið liúsrúmi á kirkju-
loptinu, en pttð var pó húsrúmið, sem var hið eina, er
safnið varð aðnjótandi af hálfu hins opinbera.
Barátta Sigurðar fyrir safninu var löngog hörð, og