Andvari - 01.01.1889, Síða 18
12
greininni að «allir ættjarðarvinir ættu að kappkosta, að
hún geti haldið fullum sóma sínum sem Ingólfsbær*.
t’essi grein er eptir Sigurð. Hann liefur í vasabók
sinni búið til teikningu af líkneski Ingólfs, er standa
skyldi á Arnarhóli og horfa til hafs, en aðalbæinn hafði
Sigurður hugsað sjer á hæðunum kringum tjörnina;
stórbyggingar landsins áttu að standa sem hæst, en böfn
hugsaði hann sjer kostnaðarminnst gjörða og fegursta, með
pví að grafa tjörnina upp með vjelum; getur hver mað-
ur eptir pessu ímyndað sjer, hvernig iiann hugsaði sjer
Reykjavík, að pví viðbættu, að liann vildi hafa gos-
brunna1) í brekkunum og trje fram með vegum að
tjörninni.
Meðan Sigurður málari var á listaskólanum í Kaup-
mannahöfn vaknaði hjá honum sterk og heit ást á ætt-
jörðu hans, og pað var pessi ást, sem sundurdreifði kröpt-
um hans, svo að hann hefur gefið sig við margvísleg-
um störfum. Hann var jafnvel fulltrúi fyrir Reykjavík
á þingvallafundinum 1873. pegar Magnús Eiríksson
gaf út rit sitt um Jóhannesar guðspjall, pótti honum
hætta búin fyrir pjóðtrú íslendinga og skrifaði grein á
móti honum. En par hefur hann pó fundið, að hann
var kominn nokkuð langt frá verkahring sínum og eigi
látið prenta greinina. J>etta bendir á, að hann hafi
fnndið, hvar hann átti heima, pví að pað er sannast aú
segja, að pó verk hans sjeu margvísleg, pá var gáfum
hans og hæfilegleikuin markað ákveðið svið. Sem forn-
fræðingur mundi hann vafalaust hafa gert sjer margt
til frægðar, efhonum hefði auðnast aldur, en pað er pó
eiginlega sem fegurðartilfinningarinnar maður, sem hann
er mestur. |>að má skoða ættjarðarástina eins og frá-
hrindingaraflið, er dreifir kröptum hans, en fegurðartil-
finninguna sem aðdráttaraflið, er sameinar pá, og pað
1) Sigurður hefur skrifað nákvæina ritgjörð ura pað, hvernig
vatn yrði leitt hingað til Reykjavlkur.