Andvari - 01.01.1889, Page 22
16
borgaranna gagnvart þjóðfjelaginu, aðalskjldur einstakl-,
inganna gagnvart mannfjelaginu.
Ef vjer förum eptir aðaleinkennum á skyldum
manna í borgaralegu fjelagi, þá getum vjer greint skyld-
urnar í þrjá aðalíiokka.
I. Að menn eigi beinlínis slcaði mannfjelagið.
II. Að menn eigi sjeu mannfjélaqinu til byrði.
III. A.ð menn gagni mannfjelaqinu.
Til þess að framfylgja þessum skyldum er lands-
valdinu veitt vald.
Fyrsta skyldan er almennust; hún nær til barnanna
auk heldur annara og valdið til að framfylgja henni er
strangast. Landsvaldið hefur vald til að refsa, og refs-
ingin nær frá dauðahegningu til ofurlítilla sekta.
priðja slcyldan er þrengst og er fólgin í því, að
menn annaðhvort leggi fram fje eða vinnu í þarfir
mannfjelagsins. Ef menn neita að fullnægja þessari
skyldu og vilja eigi greiða af höndum skatta og gjöld,
hefur landsvaldið vald til að framfylgja skyldunni með
lögtaki; ef menn neita að leggja fram vinnu sína t. a.
m. að vera hreppsnefndarmenn o. s. frv., þá eru menn
neyddir til þess með þvingunarsektum.
Önnur skyldan er eigi eins ahnenn og fyrsta
skyldan, en hún er víðtækari en þriðja skyldan. Yald-
ið til að framfylgja henni er einnig á sama hátt mis-
munandi, og er það einkum fólgið í því, að sá, sem er
öðrum til byrði, þurfamaðurinn, missir rjettindi, og aðr-
ir verða að ráða yíir honum.
fað er svo mikilsvert að framfylgja fyrstu skyld-
unum, að sumir hafa jafnvel misst sjónir á öðru og
sagt að ætlunarverk landsvaldsins væri það eitt, að sjá
um að menn sköðuðu eigi hvern annan, og því sagði
Ferdinand Lasalle, að þessir menn gætu eigi liugsað
sjer landsvaldið öðruvísi enn <sem næturvörð, er liefði
það eitt starf, að hindra innbrot og árásir». J>að er
líka auðsætt, að landsvaldið hlýtur að hafa meira verk-