Andvari - 01.01.1889, Page 27
21
þegar hann fer á sveitina, og heimting á að fá sveitar-
styrkinn endurgoldinn (36. gr. 1.—2. tölul.)
I Svíaríki eru fátækrastjórar undir fátækrastjórnun-
um, og hafa þeir sama vald yfir purfamönnum og fá-
tækrastjórnin hefur (37. gr.).
]?að sjest af pessu, hverjar reglur Svíar álíta nauð-
synlegar um purfamenn, og hvert vald fátækrastjórn-
irnar liafa yfir purfamönnnm.
í Norvegi eru fátækrastjórar undir fátækranefndun-
um eins og í Svíaríki; peir eiga að hafa umsjón með
purfamönnum og jafnvel veita peim mönnum, sem
liggja við sveit, hjálp og aðstoð, til pess að peir geti haft
ofan af fyrir sjer sjálfir. Ef ástæða er til að ætla, að
einhver fari á sveitina fyrir drykkjuskap eða heimsku-
lega eyðstusemi, pá á fátækrastjórinn að skýra fátækra-
stjórninni frá pví, til pess að hún geti fengið pennan
mann gerðan ómyndugan. petta gildir um menn, pótt
peir eigi sjeu orðnir purfamenn, (sjá lög 6. júuí
1863, 35. gr.), en pegar menn eru komnir
á sveitina, verða menn eigi ráðandi yfir eignum
sínum, og pað, sem purfamönnurn er fengið í hendur
verður eigi eign peirra, heldur á sveitin pað, ogöllsala
á slíkum munum af hendi purfamanna verður pá skoð-
uð sem svik. Enn frernur getur fátækrastjórnin heimt-
að hvern purfamann gerðan alveg ómyndugan (sömu
lög 9 —11. gr.).
pað ereigi rúm til að tala nákvæmar uin fátækra-
stjórnir í útlöndum. Þess skal að eins getið, að í Nor-
vegi gilda pær reglur um endurgjald fyrir sveitarstyrk,
veittan utanhreppsmanni, að sveitarstjórnin á sjálf að
útvega sjer uppljfsingar um sveitfesti hans, og síðan
rita heinlínis til fátækrastjórnarinnar, par sem purfa-
maðurinn er sveitfastur, en pessi fátækrastjórn er svo
skyldug til að svara brjefinu, svo fijótt sem auðiðer;og
parf ekki að snúa sjer til yfirvaldanna, nema pví að eins
að sveitanefndirnar komi sjer eigi saman, (sömu lög 26.