Andvari - 01.01.1889, Page 33
27
kauplaust, og pess vegna'liafa nienn lijer almenna gjald-
skyldu, pó að hitt væri vitanlega kostnaðarmiuna fyrir
almenning.
Annars hafa menn kingað til eigi haft auga fyrir
pví, að sumar þessar skyldur sjeu í raun og veru skyldur;
stundum skoða menn pær eingöngu sem rjettindi. þetta
á sjer þannig stað um kosningarrjettinn, en í raun og
veru á hann einnig að vera Jcosningarslcylda. J>að er
mjög þýðingarmikið fyrir mannfjelagið, að þeir, sem ekki
afsala sjer rjettiuum til að kjósa menn til að stjórna í
landinu, sjeu skyldir til að greiða sitt atkvæði; það
skiptir ekki litlu, hvernig slíkar kosningar takast. Með
því móti mundi og verða meiri festa hjá mönnum í
þingmálum, sem er mikilsvarðandi hjá hverri þjóð.
En vjer viljum eigi fjölyrða ineir um þetta, heldur
snúa oss að gjaldskyldum manna.
þessar skyldur liafa smátt og smátt auJcist stónmi,
bæði á þann liátt, að vinnuskyldum hefur verið breytt
í gjaldskyldur, en einkuin með því að afar margt af því,
sem einstakir menn urðu áður að framkvæma sjálfir, er
nú lagt undir landsvaldið, eða af því, að landsvaldið
hefur tekið að sjer hlutverk, sem eigi voru framkvæmd
áður. þannig má nefna rekstur sakamála, skólamál,
samgöngur o. íl.
Eptir því sem þjóðfjelagið hefur komist á hærra
stig, ef svo má að orði kveða, hafa kröfurnar vaxið og
gjaldskyldurnar aukist. Vjer sjáum þetta daglega hjer
á landi, einkum síðan vjer fengum fjárforræði. J»etta
kemur áþreifanlegast fram í fjármálefnum vorum síðan
1876.
Ef vjer þannig berum saman útgjöld og tekjur vor-
ar á árunum frá 1876 — 1887, þá sjáum vjer ljóst mis-
muninn, sem orðið hefur á þessum árum.
Til fróðleiks viljum vjer setja hjer yfirlit yfir ár-
legar tekjur og útgjöld íslands á árunum 1876 — 87.