Andvari - 01.01.1889, Síða 40
34
ar alls 1,070,894 kr. 6 aur., en 1886—1887 voru
pær að eins 743,770 kr. 81 a. eða liðlega 327 þús. kr.
minni, enda vantaði 212,592 kr. 98 aur. til þess að þær
hrykkju fyrir útgjöldunum þetta síðasta fjárhagstímabil.
Yjer sögðum áður, að kröfurnar um framfarir færu
vaxandi eptir því, sem mannfjelagið kæmist á hærra
stig. Vjer höfum sjeð, hvernig kröfurnar hafa aukist
hjá oss að eins síðan 1876. En erum vjer nú komnir
svo langt, að vjer þurfum eigi að æskja fieiri framfara?
Nei, langt frá. Yjer þurfum að eins að líta í kringum
okkur og horfa á landið; vjer þurfum að eins að taka
eptir röddum almennings, til þess að ■ sannfærast um hið
gagnstæða. J>að þarf að eins að nefna samgöngur,
vegi, brýr á ám, hafnir, menntun almennings, laga-
menntun, hús fyrir forngripasafnið, og fleiri stórhýsi o.
s. frv. Vjer nefnum þetta ekki af því, að þetta þurfi
nú allt í einu, heldur af því, að þessara framfara
óska góðir menn, svo framarlega sem það er hægt að
fá þær, og til pess að sýna, að það dugi eigi einu sinni
að miða við liinn mikla tekjuskort, sem nú er. En
hvernig á að bæta úr þessu? |>að er efitt að svara
pessari spurningu, en þó má segja, að ekki sje nema
tveir vegir fyrir höndum, og er annar sá, að spara, en
hinn að auka tekjur landssjóðs.
Fyrri vegurinn er glæsilegur á að líta, en þegar
farið er aðskoða hann, þá reka menn sig þegar á torf-
færur, sem gjöra hann lítt færan sem stendur. J>að er
helzt talað um, að sparað verði á embættislaunum, en
þetta hefur liingað til eigi gengið greiðlega. J>að getur
verið, að eitthvað verði sparað á þennan liátt, en þó svo
verði, þá sparst aldrei svo mikið, að það verði nærri
nóg, til að bæta upp tekjuskortiun. J>að verður því
eigi annars úrkostar, en að fara ldnn veginn og reyna
að auka tekjur landssjóðs og má þetta verða á ýmsan
hátt; með því að fá meiri arð af eignum landsins, eða