Andvari - 01.01.1889, Side 46
40
hik mun koma á menn, ef þeir atliuga liag manna að
öðru leyti. Sá, sem hefur 2000 kr. tekjur, hefur nærri
helmingi meiri tekjur enn hinn. peir kunna að eiga
háðir t. a. in. 10 hörn livor, það getur einnig verið, að
sá, sem hefur 1100 kr. tekjurnar, sje einhleypur, en hinn
eigi 10 hörn, eða sá sem hefur 2000 kr. tekjurnar sje
einhleypur, en hinn eigi 10 hörn. þetta er eigi nema
eitt atvik, en nú geta hæst við þetta veikindi, skuldir,
óhöpp o. s. frv.. og sýnir þetta, hversu hið tiltölulega
gjaldþol fer eptir fleiru eh tekjunum. Samt sem áður
eru tekjurnar hinn lielsti mœlihvarði, er menn geta
haft, en þær sýnaaldrei meira en meðalgjaldþol manna,
og mætti dálítið milda mælikvarðanum, með því að
fella hann nokkuð að tiltölu við ómagafjölda o. s. frv.
En varlega má fara í slíkt.
Tekjuskatturinn verður þó aldrei fullkomlega mið-
aður við hið sjerstaklega gjaldþol manna, sem komið
er undir svo mörgum atvikum, að það finnst aldrei
fullkomlega, en þessvegna getur hann komið mjög liart
niður á mönnum, og því geta menn talað um járn-
hörku tekjuskattsins. Svo er enn fremur sá agnúi á
þessum skatti, að það er mjög erfitt að fá vitneskju um,
hverjar tekjur hver maður heíur. ]>ær koma í ó-
teljandi dropum, og það er jafnvel erfitt fyrir sjálfan
mann, að vita nákvæmlega um sínar eigin tekjur. þó
það væru tveir menn, sem vektu yfir gjaldandanum
nótt og dag, þá myndi það eigi duga.
Tekjurnar eru samt það, sem gagnsemisskyldan á
að miðast við, og iíklega munu menu síðar meir taka
upp þennan skatt sem almennan skatt, eins fyrir hænd-
ur sem aðra. En það er þrennt við liann að athuga,
fyrst og fremst verða að vera nákvæm lög um tekju-
skattinn, og það verður að hafa eitt vald yfir öllu landi,
sem hefur umsjón með tekjutali manna og reiknar
skattinn. ]>etta er nauðsynlegt til þess, að skatturinn
verði eigi eptir handahófi. eins og á sjer stað með