Andvari - 01.01.1889, Blaðsíða 48
42
tekjuskattsins; honum er það að nokkru leyti sjálfum
að kenna, að hann verður fyrir honum.
J>etta.á að vera aðaleinkenni tollanna, — svo frarn-
arlega sem þeir eru skoðaðir sem tekjutollar, því að um
verndartolla kemur annað til greina — og fyrir því eiga
þeir aldrei að leggjast á þær vörur, sem eru alveg lífs-
nauðsynlegar. |>eir eiga því ekki að leggjast á korn,
salt o. s. frv., heldur eiga þeir að hvíla á vörum, eins
og áfengum drykkjum, tóbaki og jafnvel kaffi og sykri
o. s. frv.
Tollar á þessum vörum fullnægja því skilyrði, að
tollurinn kemur yíir höfuð almennt niður á mönnum.
|>að er svo margt, sem knýr menn til að kaupa vör-
ur þessar, að menn gjöra það nálega ætíð, nema rnenn eigi
mjög eríitt. En ef menn eiga mjög eríitt, geta menn
að meiru og minna leyti látið vera að kaupa þá vöru,
sem ekki er lifsnauðsjmleg, og þannig komist hjá tollin-
um. J>að er að þessu leyti, sem tollur á þessum
vörum mildá tekjuskattinn, og hefur það afar mikla
þýðingu.
Með tekjuskattinum er lagt beint gjald á tekjur
manna, en með tollunum er lagt óbeinlínis gjald á
þær; undan tekjuskattinum geta menn eigi komist þó
ástæður manns sjeu eríiðar, entolllögin milda kröfurnar
til manna þannig, að það er meira og minna leyti á
sjálfs manns valdi, hvort menn greiða gjöld af tekjum
sínum.
J>ví næst skulum vjer minnast á tekjur landssjóðs,
og er þá fyrst að ncfna árgjaldið frá Dönum, tekjur
af fasteignum landsins og vexti af viðlagasjóði. J>essar
tekjur eru vinsælastar hjer á landi. Árgjaldið frá Dön-
um fer stöðugt minnkandi, þangað til það er komið úr
100 þús. kr. niður í 60 þús. kr.; tekjur af fasteignum
landsins minnka einnig, af því að þjóðjarðir eru smá-
saman seldar. Aptur á móti hafa tekjur af viðlagasjóði
farið vaxandi fyrirfarandi ár; því meir sem viðlagasjóð-