Andvari - 01.01.1889, Síða 60
54
Vjer höfum nú athugað hinar þrjár aðalskyldur
horgaranna, friðarskylduna , sjálfslijálparskylduna og
■gagnsemisskylduna. pxr bygr/jast allar á hinu milcla
hoöorði hœrleikans og rjettlœtisins. En mestar kröfur
í þessu efni gjörir gagnsemisskyldan, og kröfur til manna
að gagna hver öðrum fara stöðugt vaxandi, eptir því sem
þjóðirnar komast á hærra stig. jpessar miklu kröfur
geta þjóðirnar að eins mildað með skynsamlegum ráð-
stöfunum, með því að nota þann krapt, sem liggur í
fjenu til að aukast og vaxa.
pað er skylda hinnar núlifandi kynslóðar, að bera
þær byrðar, sem gagnsemisskyldan leggur henni á herð-
ar, en það er einnig skylda hennar að nota það fje, sem
vjer höfum fengið frá forfeðrum vorum, til að ijetta ept-
irkomendum vorum byrðarnar. Vjer eigum stöðugt að
leggja upp eitthvað af þeim vöxtum, sem jarðeignir
landsins og viðlagasjóðurinn gefur af sjer, og auka þannig
efni vor. Hvílíkt gagn væri það eigi fyrir eptirkoni-
endur vora, ef þeir liefðu eins mikinn styrk af eignum
landsins að tiltölu, eins og fjóðverjar hafa. Allir menn
finna, að þetta væru eins miklar framfarir, eins og eyðslan
og skuldirnar eru mikið niðurdrep.—|>að eru allirsagn-
fræðingar, sem enda sögu sjö ára stríðsins,— þessa mikla
ófriðar, sem Friðrik annar PrússaJconungur átti í — á
þennan hátt: Prússland hnfði engum skulduin safnað
öll þessi ófriðarár. J>essi orð eru eigi rnörg, en í þeim
liggur grundvöllurinn til vegs og veldis Prússa, og þau
benda á sjálfsafneitun þjóðarinnar og kœrleika manna
til eptirkomendanna.
Hinar auðugu þjóðir í útlöndum geta leikið sjer að
því, að safna skuldum, og þó segir hagfræðingurinn
Laveleye: »Auðveldleikinn með að fá lán, mun eyði-
leggja bæina og ríkin»'. Og Oladstone hefur sagt til
I) Nat. Tidsk. 1880, hls 1*3.