Andvari - 01.01.1889, Side 63
57
slóðir síðastliðið sumar; fór eg um leið austur í J>jórs-
árdal til þess að slcoða þar eldgosamenjar og jarðfræði
héraðanna í kring, því það lá vel við, að rannsaka þess-
ar jarðeldastöðvar í sömu ferðinni. Veðráttan var þetta
sumar hin ágætasta, og gat varla verið betri til fjalia-
ferða.
Hinn 8. ágúst fórum við úr Reykjavík vanalega leið
austur yfir He^lislieiði, og svo fyrir framan Ingólfsfjall
að Laugardælum. Hellisheiði og Öifusinu liefi eg lýst
í Andvara 10. árgangi, og þarf því ekki að fjölyrða um
það hér. Nokkra stund dvöldum við hjá Reykjum í
Ölfusi til þess að skoða þar hverina; eru þar fjölda
mörg hveraop liingað og þangað, meðal annars skoðaði
eg Baðstofuhver, sem eg ekki kom að 1883. Baðstofu-
hver er kippkorn fyrir ofan Reykjabæ á árbakkanmn
undir melbarði; hann gýs nú einna mest af þeim hver-
um, sem hér eru; þar er vanalegal'A—2 mínútur milli
gosa, og stendur livert gos viðlíka lengi, vatnið kastast
5—6 fet í lopt upp, og spýtist stundum upp og út á
við í boga7—8 fet. Op liversins er eins og lítill livera-
hrúðurs-skúti undir barðinu, 4—5 fet á breidd, yfirborð-
ið á lirúðrinu er þakið smábungum og kíilum, sem eru
hrufóttar að utan með smákörtum og nybbum. Tölu-
verð brennisteinsfýla er af vatnsgufunum, þegar hver-
inn gýs, og í hveralækjum sezt heiðgul skán af brenni-
steini hér og hvar á hveralirúðrið. A milli gosannavar
hitinn á yfirborði hversins 85°. Varmá er víða volg af
hveralækjunum og í henni slí; hveraop eru hingað og
þangað í bökkunum; foss er í ánni rétt fyrir neðan
Reyki og bullandi hola (95 — 98°) að austanverðu fyrir
neðan hann í krikanum, og gróður töluverður í kring.
Frá Reykjum fórum við eins og leið liggur að íngólfs-
fjalli; er þar í viki sléttunnar, sein gengur upp hjá
Gljúfri, Sogni og Hvammi, allstaðar gamall malarkamb-
ur, núið fjörugrjót og sumstaðar hörð sandlög í bökk-
unum, sumstaðar sambakaðir linullungar, leir og möl;