Andvari - 01.01.1889, Qupperneq 68
62
Fossár liggur stutt fjallakvísl út af hárri bungu, sem
heitir Fossalda ; út af Fossöldu eru Rauðukambar, og
svo Eeykholt, og er dæld á milli. Austan að Fossárdal
liggur fjallarani út úr hálendinu; hann er brattur að
vestan, en hallast austur að Þjórsá og norðaustur að há-
lendinu; pessi fjallakvísl austan við dalinn skerst í sund-
ur af lægðutn, og hafa fjöllin fongið sérstök nöfn; efst
við dalbotninn Stangarfjall, pá Skeljafjall ogyzt Búrfell,
og gengur pað eins og brattur höfði fram úr hálend-
inu, og ber mikið á því, af því sléttur taka við fyrir
neðan. fegar upp fyrir dalina keinur, tekur við öldu-
myndað há'.endi, og er auðséð, að dalirnir í öndverðu
hafa skorizt niður í brún pess, og ytri fjöllin eru ekki
annað en stykki úr pví, sem af áhrifuin lopts og lagar
smátt og smátt hafa skorizt frá.
Hinn 12. ágúst gekk eg upp á Kauðukamba; bera
þeir nafn sitt af grjótinu, sem í peim er; pað er bleik-
rautt líparít; þeir eru 500 feturn hærri en dalbotninn,
og eru áframhald af liryggjarönum peim, sem ganga
suður af Fossöldu. I efsta hnúknum er gráleitt iíparít
í hellum og norðaustan í honum dálítið basaltlag, sem
hallast 20—30° til suðurs; víðast hvar er iaust
líparítrusl ofan á, en óvíða fastar klappir; hér og hvar
gægjast fram úr líparítinu gjallkennd basaltlög, en að-
alefnið í fjallinu er líparít. Af Kauðukömbum er góð
útsjón yfir Fossárdalinn ; í efra hluta dalsins er ekki
hraun, en áiu kvíslast um sandeyrar, gras er fremur
lítið, nema á hólmanum milli árkvíslanna, er við tjöld-
uðum á gagnvart Eauðukömbum, enda flæðir áin yfir
allan dalinn í vatnavöxtum á vorin. Yið ána eru gagn-
vart Rauðukömbum á dalsléttunni gígir hér og hvar, og
fjölgar þeim eptir pví sem niður eptir dregur; áin hefir
brotið suma 1 sundur, svo eklci stondur eptir nema
helmingur eða minna; sandur er víðast á milli gíganna,
en hraun líklega undir, enda kemur pað betur fram, er
neðar dregur; par eru gígirnir í stórum þyrpingum, og