Andvari - 01.01.1889, Page 84
78
hrerinn liættir byrjar nyrðri hverinn að gjósa og stend-
ur hvert gos í mínútu, norðurhverinn gýs urn 4 fetv
liinn syðri 2 fet í loft upp, hitinn er eins í hverunum
háðum, 97° milli gosa, skál syðra hversins er flatvaxin,
en hins nyrðra kröpp og djúp. Hverir pessir Jheita Bása-
hverar. Ymsir smærri liverir eru á milli þeirra og
skvetta peir upp vatni við og við. Vestan í hverabung-
unni eru tveir djúpir hverir, sem nú ekki gjósa, og Yað-
málahver (95 j; í honum sjóða menn kál á haustin.
Austan við bunguna eru hverir í ánni, þeir voru nú á
þurru því áin var mjög lítil, í þeim var hitinn 96". 1
kringum hveri þessa vaxa ymsar sjaldgæfar jurtir, t. d.
vatnsnafli (hydrocotyle), sem ekki heiir áður fundizt
uema við hveri í Borgarfirði, oddvarategund (polygonum
persicaria) o. fl. Einn hver er hér langt uppi í mýri,
sem heitir Draugahver, sagt er að konan í Reykjadal
haíi öfundað konuna á Grafarbakka vegna heita vatns-
ins, og lét hún þá vekja upp draug og skipaði konum
að sækja hver frá Grafarbakka, en draugsa dagaði uppi,
þegar hann var kominn í miðja mýrina, svo hann varð
að sleppa hvernum.
Erá Grafarbakka riðum við upp Hreppana spölkorn
fyrir austan Hvítá, er þar allsstaðar sama búsældar-
landið, ágæt beit í fellunum, mýrabollar og stórir gras-
flákar á milli þeirra, en afréttarland óþrjótandi, grasi
vaxið upp til jökla. Fyrir ofan Hauksholt komum við
að Hvítá, rennur hún þar 1 stokki og heíir graiið sig
niður í móbergið og er þar eyja í ánni, Haukholtsey,
girt móbergshömrum á alla vegu; fyrir framan eyna
eru tveir móbergsstandar, karl og kerling; kerlingin er
lægri og digrari nær eynni, en karl fjær langur og mjór.
Eyjan er aflaung, móbergið skorið í þverhnýptar spild-
ur. Við riðum út í eyna yfir eystri kvísl árinnar og
gengum upp í gegnum klettaskoru upp á eyna, hún er
skógi vaxin liið efra og birkitrén liæstu 7—8 álnir og
stofnarnir 5—6 þumlungar að þvermáli, útsjónin er