Andvari - 01.01.1889, Page 85
79
einkennileg og lirikaleg. Um kvöldið komum við upp
að Tungufelli, sem er efsti bær í Hreppunum. Bærinn
stendur undir endanum á Tungufelli, sem er grösugtog
víða skógi vaxið í lilíðunum, einkum fram með Hvítá.
Að Hvítá liggja háir malarbakkar fyrir neðan Tungu-
fell, en rnóberg með hraunlögum innan um kemur frarn-
undan mölinni. Hátt upp frá ánni er lábarið grjót, allt
upp undir lilíðarnar á Berghylsfjalli hjá bænum Hlíð,
og vestan við ána eru háir malarkambar; petta eru
menjar pess, að áin hefir áður runnið út að hæðunum á
báða vegu, áður en hún gat skorið sig niður í móberg-
ið. A Tungufelli er kirkja, en í sókninni ekki nema
40—50 sálir. Efsti bær í Tungunum heitir Brattliolt,
liann er rétt á móti Tungufelli og pó lítið eitt ofar.
Hinn 18. ágúst um miðjau dag lögðum við upp
frá Tungufelli og með okkur Snorri Jónsson frá Hörgs-
holti, sem er nákunnugur á fjöllunum. Riðurn við
fyrst upp með Hvítá upp að Gullfossi, eru par ágæt-
lega fögur beitarlönd, vaxin víði og lyngi, og birkiskóg-
ur hér og hvar. A móts við Gullfoss austan megin er
Hamarsholt; sá bær er nú í eyði. Gullfoss er vatns-
mikill foss og fagur, pó luinn sé ekki neitt á við Detti-
foss í Jökulsá; fellur áin af tveimur hjöllum niður í
gljúfrið og er efri fossinn skáhallur gagnvart liinum
neðri; neðri fossinn sést betur að vestan, pví þar má
komast rétt niður að vatni, en að austan verður maður
að standa á gljúfurbrúninni. Hamrarnir í gljúfrinu eru
samsettir af móbergi og blágrýti á víxl; þar er víða fag-
urt stuðlaberg í klettuuum, sumar súlurnar beinar, sum-
ar bognar, sumar skáhallar, en smákloíið biágrýti á
milli eius og í rósum. Undir íiestum fossuin á Islandi
er bæði móberg og basalt og hefir pessi lagskipting
gefið tilefni til fossmyndunarinnar, af pví vatnið vinnur
betur á par sem eru linari lög á milli.
Eyrir ofan Tungufell taka við flatvaxin afréttarlönd
upp til jökla, og er par einhvor hinn grösugasti afrétt-