Andvari - 01.01.1889, Page 90
84
og hefir efsta bungan verið kölluð Kerlingarskygni;
paðan liallar aptur norður ogniðurað Hveradölum, þar
fellur Ásgarðsá norður úr og renna í hana mörg gil og
lækir úr fjöilunum, svo Hveradalirnir verða ekki annað
en margkvíslaðar gilskorur og grafningar, alveg gróður-
lausir og sundursoðnir af jarðhita; hlíðaruar í pessum
dölum eru mjög marglitar, hvítar, gular, rauðar, hleik-
ar, hláleitar og grænar, en allstaðar koma upp reykir úr
hverri skoru og holu. Víða eru par í lilíðunum stór-
kostlegir jökulskaflar með óteljandi sprungum og er
mjög ömurlegt að líta ofan í pessa tröllabotna, par sem
allt suðar og urgar af gufunni, sem hrj'zt upp úr jörð-
inni; hrennisteinsvæluna leggur opt langt í burt og
pegar golastendur af fjöllunum má stundum finna lrana
langt fram á afretti. Af Kerlingarskygni höfðum við
hina heztu útsjón hæði suður og norður af landinu.
Suður af fjöllunum sá yíir hálendið allt og undirlendið
suður í sjó, Ingólfsfjall sást glöggt en takmörk lands og
sævar voru í mistri; þegar litið var norður af sást vel
fjall-lendið á hálendiskvíslinni, sem gengur norður á
milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, Mælifellshnúkur blasir
við og öll hyggðafjöll vestur undir Hrútafjörð; hvít þoku-
læða teygði alstaðar frá sjónum armana upp í dalina
fram með hlíðunum, en náði pó ekki mjög langt á land
upp. Af Kerlingarfjöllum er mikil jöklasj'm yfir Hofs-
jökul og Langjökul; Hofsfjökull nær eigi eins langt vest-
ur eins og sett er á uppdrætti íslands; Blágnýpa er
allbreitt fjall í jökulröndinni að suðaustan norður af
Kerlingarfjöllum og gengur skriðjökull allmikill niður í
krókinn fyrir austan hana, par spettur upp Jökulkvísl
(eða Jökulfall) sem fellur í Hvítá, í hana renuur Blá-
gnýpukvísl og fleiri ár, sem kvíslast eins og net um
sandana fyrir neðan. Til austurs sést yfir öræfin suður
af Sprengisandi og hálendin allt austur í Vatnajökul, á
slettunum fyrir austan fjöllin sést sumstaðar í ár t. d.
Dalsá og Kisu; Halsá sprettur upp syðst í eystri fjöll-