Andvari - 01.01.1889, Side 92
86
milli sprungnanna, stukkum hinar smærri, en fórum yfir
sumar á snæbrúm og varð J>á að viðhafa alla varúð að
maður ekki færi niður úr. |>annig klöngruðumst við
niður í botninn á vestasta Hveradalnum, og er hann
eins og allir hinir fullur af blásandi holum, leirpyttum,
brennisteinsnámum o. s. frv. Efst í dalbotninum, sem
pó mætti heldur kalla gil eða gljúfrabotn, pví allar
skorur pessar eru mjög pröngar, eru stórefiis urðir; er
par móbergsbjörgum allavega tildrað saman og liggur
víða gamall jökull undir urðunum. Norðan við lækinn
sem rennur eptir dalnum efst í dalskorunni komið við
að afarstórum leirhver, sem eg kallaði Snorrahver; par
er vellandi, blár leirgrautur í fiatri skál, sem er um 10
faðmar að pvermáli. Niður með öllu gilinu er allt
sundurskorið af bríkum til beggja hliða og eru hliðarn-
ar allar mislitar, par eru gulgrænar skellur af brenni-
steini, hvítt hverasalt, mislitur leir, ótal sjóðandi leir-
pyttir, dökkbláir, ljósbláir, dökkgrænir, ljósgrænir, gulir,
hvítir og rauðir; hvar sem litið er, eru ótal augu og
allstaðar gufustrókar upp úr hverri rifu; á einum stað
er blár toppmyndaður hver hæst uppi í snarbrattri hlíð
að norðanverðu og stendur paðan gufustrókur beint í
lopt upp. Við gengum niður gilskoruna hægtog hægt,
pví maður varð að gá vel að sér að reka ekki fæturnar
niður í gegnum skorpuna niður í sjóðandi leirinn eða
stíga ofan í leirpyttina og gufuholurnar; við vorum við
og við að heyra drunur neðanjarðar eins og pegar eld-
gosadynkir heyrast í fjarska og pegar neðar kom í gilið
fundum við að jörðin smákipptist til og hristist; pótti
okkur petta mjög kynlegt pangað til við fundum orsök-
ina; neðan í einum höfðahnúskinum, er gengur niður að
gilinu að sunnan sást op af hellisskúta, sem pó ekki
var víðari en svo að inn hefði mátt ganga boginn eins
og um lágar hesthúsdyr, útúr pessum dyrum kom á-
kafur reykur og var eigi bægt að ganga móti, pví bæði
fylgdi gufunni brennisteinssvæla og ofsa hiti, eg hélt