Andvari - 01.01.1889, Side 95
89
alda á sléttunni; var kvíslin par á miðjar síður. Frá
Jokulkvísl er stutt að Svartá; það er bergvatn ekki
mikið; vestan við Svartá er mjó hraunkvísl, líkleganorð-
an úr Kjalhrauni, og nær hún alla leið suður að Hvítá.
Frá Svartá er örstutt að Fúlukvísi; það er allmikil jök-
ulá; kemur hún úr pjófadölum undan skriðjöklum frá
Langjökli, og rennur svo í bugðu austur fyrir Hrúta-
fell og Baldheiði, sem er flatvaxin bunga suðaustur af
Hrútafelli, síðan suður með Hrefnubúðum og er þar í
gljúfri; en þegar hún kemur fram úr því, kvíslast hún
og hefir myndað breiðar og víðáttumiklar eyrar út
í Hvítárvatn að austanverðu ; llóir liún þar yfir stórar
landspildur, og eru þar flæðiengi og stór graslendi mjög
hlómleg; Fúlakvísl er fremur varasöm yfirferðar sökum
vatnsmegnis og sandbleytu, samt gekk okkur þó veljdir
hana, riðum hana í mörgum kvislum kippkorn fyrir
neðan gljúfrið. Síðau riðum við vestur með Hrefnubúð-
um; er þar alsstaðar ákaflega grösugt, víðirkjarr og
hvannstóð; utan í hlíðunum er grasivaxið undirlendi
fyrir neðan og mjög votlent, því árnar kvíslast um það
allt, bæði eru þar kvíslar úr Fúlukvísl, og lindir og
smáár undan Hrefnubúðum og svo Fróðá, sem kemur
út úr Fróðárdal. í Freinri-Fróðárdal settumst við að
og tjölduðum.
Fróðárdalur skilur Hrefnubúðir frá fjallinu,sem geng-
ur út undan jöklinum norðan við Hvítárvatn, takmark-
ast hann að vestan af brattri hlíð, en að austán er
lægra, þar sem Hrefnubúðir liggja aðdalnmn; fyrir botni
dalsins er Rauðafell, og keinur áin úr gljúfrum vestan
við það ofan frá Innri-Fróðárdal, sem er sanddalur eða
hvilft bak við fellið; á þessum Efra-Fróðárdal kemur
Fróðá upp; sumir alþýðumenn halda jafnvel, að til só
þriðji Fróðárdalur, og að þar séu fjallabúar og útilegu-
menn; enginn skynsamur maður hefir enn þá séð þann
dal. I Hrefnubúðum er móberg, kemur það fram í
gilskorum hér og hvar, en víðast er grjótrusl ofan á;