Andvari - 01.01.1889, Qupperneq 97
91
sumstaðar eru bylgjurákir í yfirborðinu, sumstaðar tac-
hylyt-skorpur; við skildum hestana eptir á hálsinum,
af pvi par var ógreiðfært sökum stórgrýtisurða, og geng-
um svo niður í Karlsdrátt; pað er bogadregin dal-
skvompa með bröttum lilíðum í kring og vatni í botn-
inum. í hlíðunum er töluverður gróður, hvannir, víðir,
blágresi o. fi.; alsstaðar er fullt af álptafjöðrum í fjör-
unni, pg stórir rjúpnahópar fiugu upp, pegar við fórum
um. Tveir skriðjöklar ganga niður í Hvítárvatn frá
Langjökli, og hinn nyrðri takmarkar Karlsdrátt að suð-
vestan, og gengur niður norðan við Skriðufell, sem er
eins og höfði fram á milli jökulhlaupanna. J>essi skrið-
jökull er ákaflega úfinn; par sem brettan er mest undir
jöklinum, liefir hann sprungið niður í hjalla, og er hvert
jökulprep tætt sundur af sprungum, svo milli peirra
hafa myndazt tindar, nálar og strýtur; par sem jökull-
inn kemur niður í vatnið, er hann flatari og bungu-
vaxinn, og pó allur sprunginn; yztu jökulhamrarnir eru
líka sundursprungnir með jökulstöndum, gjám og gljúfr-
um og hrynja paðan stóreflis ísbjörg niður í vatnið. A
.yfirborði jökulsins er alsstaðar mikið af grjótrusli, klett-
um, og leir, berst petta smátt og smátt út í vatnið svo
pað grynnkar, vatnsbotninn er pví pakinn jökulíeir og
björgum stráð um hann á víð og dreif. I Karlsdrætti
~var mjög heitt, par sem sólin skein, af pvi dalkvosin er
svo aðkreppt af fjöllum og jökli, en í skugganum var
hitinn pó ei meiri en 7°; allt af heyrist sífelldur niður
í jöklinum, pví ótal lækir og smáfossar eru par í sprung-
unum, en við og við heyrast smábrestir og brak, en
stórir dynkir, pegar jökulstykkin losna frá. Yíkin er
pví nær lokuð að framan, pví malartangi gengur frá
hálsinum nærri yfir að jökli; er par mjótt sund á milli
fáeinir faðmar, og er par straumur töluverður út í
Hvítárvatn. Sagt er, að Karlsdráttur hafi fengið nafn
sitt af karli frá Skálholti, sem allt af var vanur að fara
íangað á hverja sumri til silungsveiða; hafði hann með