Andvari - 01.01.1889, Síða 102
96
eptir ánni né fram eptir, en allt, sem sást, var eintómt
skrof. Um kvöldið seint tók áin að vaxa aptur og óx
hægt og hægt, líkt og þegar sjór fellur hægt að. Um
morguninn eptir var áin kominn í sinn vanalega far-
veg, og var hvorki meiri né minni en vant var. í
annað sinn varð sami atburður 1864, pá pvarr áin al-
veg með sama hætti á liaustdegi, eptir pví sem Pétur
hóndi á Felli heíir sagt; hann hjó pá á Arhrauni; áin
var pá purr allt út að ál þeim, sem er við útlandið.
A móts við Arhraun er hær, sem heitir á Gíslastöðum;
hóndinn par tók eptir liinu sama, og sýndist állinn vera
svo grunnur, að hægt mundi hafa verið að vaða hann.
J>að eru munnmæli gömul um petta efni, að göng liggi
undir Hestfjalli og hverfi áin 1 þau, og komi út undan
hinum enda fjallsins skammt frá Kiðjabergi, en í göng-
um þessum liggur ormur mikill og stýflar pau, en ein-
stöku sinnum skríður hann úr hæli sínu, fer pá úr
stýflan og áin hleypur í göngin. Fyrir hér um bil 40
árum fundust stórvaxin bein, hryggjarliðir margir, í
Hvítárhakka skammt frá Oddgeirshóluin; hafa sumirsett
pann fund í samband við pessa og aðrar ormasögur.
Frásögur þessar um pverrun Hvítár eru mjög merkileg-
ar, og pví set eg pær hér, en ekki get eg að svo stöddu
skýrt pessa atburði nánar, af pví eg pekki ekki lands-
lag og jarðmyndun par í kring nógu vel; pað liggur
næst að hugsa sér, að áin falli, pegar svo ber undir,
inn í einhverjar hraunpípur og ganga í hrauninu og svo
í gegn um pað ; hraun liggja að ánni og liraun er í
botninum; mætti sjá á vexti lækja, er undan hraunun-
um falla, hvert vatn rennur par 1 gegn, er svo stendur
á. Hvalbein liafa fundizt sumstaðar við ölfusá og Hvítá,
og skeljar eru par víða í leirbökkum, og er slíkt eðli-
legt, pví seinast á ísöldinni var sjór yfir mikluin liluta
undirlendisins. Eins og kunnugter, fellur Sogið í Hvítá
austur af Ingólfsfjalli, og lieitir hún eptir pað Ölfusá,
og er eitt af hinum mestu vatnsföllum á landinu; breiðir