Andvari - 01.01.1889, Qupperneq 112
106
hóll hér um bil4—5 fet á hæð og 12 fet að þvermáli, þar
eru smáholur í hólnum, hafa þar áður eflaust þotið guf-
ur upp um götin; niðri í holunum var mikill hiti (91 °),
en ekki kemur þar upp nein gufa að mun. Þessi kís-
ilstrýta er að ætlun minni öskuhólshverinn gamli; en
hann er nú hættur öllum ólátum. Stuttan spöl fyrir
austan og neðan þessa strýtu kemur eystri hverabungan;
þar eru hverirnir lang stærstir og bungan er nærri
þrisvar sinnum stærri en hin vestari, er eg lýsti áður.
Eyrst verður fyrir manni stór og fagur hver, sem eg
kallaði Bláhver; hann er 24 fet að þvermáli og ekki ó-
svipaður Blesa hjá Geysi en töluvert stærri; skálin er
rnjög regluleg og barmarnir með margvíslega löguðu
kísilkögri, vatnið er himinblátt og er undrafagurt að
líta niður í hverinn; Bláhver gýs eigi, en við og við
koma suðubungur á yíirborðinu, en detta fijótt niður
aptur, liitinn hjá börmunum var 82°. Litlu norðar er
önnur skál töluvert minni; í henni er ljósgrænt vatn og
gul brennisteinsrönd fram með börmunum; hitinn er
þar líka 82°, fyrir norðan þessa grænu skál eru tveir
hverir rétt við grasröndina, er þeim megin takmarkar
hrúðurbreiðuna, hinn vestari af þessum hverum hefir ó-
reglulegt op úr gráu hverahrúðri, þar er hitinn milli
gosa 67°; hinn eystri er miklu fallegri, gosstrýtan er
flatvaxin, 15 fet að þvermáli, og Ijósbleik á lit; rennur
vatnið jafnt út af börmunum á alla vegu, en upp úr
miðjum skálarbotninum kemur milli gosa leirblandað
gruggugt vatn, gosbollinn á miðri strýtunni er reglu-
lega kringlóttur, 3—4 fet að þvermáli, hitinn er þar
milli gosa 89°; þessir hverir gjósa sjaldnar en flestir
hinna hveranna, líður vanalega '/«—1 klukkustund
milli gosa. Efst á bungunni hér um bil 10 álnir fyr-
ir sunnan Bláhver eru tveir stórir hverir, sem sífelt eru
gjósandi, og ber mest á þeim af öllum hverunum; þeir
gjósa báðir undir eins og heyrist uslið og buslið í þeim
langar leiðir, því vatnsmegnið, sem spennist upp við