Andvari - 01.01.1889, Side 114
108
fram lieitt vatn úr smágötum, og sumstaðar eru brenni-
steinsaugu, sumstaðar dældir með volgu vatni, en neðan
til sezt úr vatninu töluvert af brennisteini, svo heiðgul
skán liggur ofan á hrúðrinum.
Eggert Ólafsson og Henderson sáu rústir eigi all-
litlar í hrauninu hjá Hveravöllum og hafa það líklega
verið leifar af bústað Fjalla-Eyvindar. Við hver fyrir
sunnan tjörnina sjást nokkur mannvirki og líklega er
það frá tímum Eyvindar. Ekki er gott að segja með
vissu, hvaða ár Eyvindur var á Hveravöllum, en eflaust
hefir þar verið gott til fanga og hægt að sjóða í hver-
unum. |>au voru þrjú saman á Hveravöllum: Eyvindur,
Halla og Arnes, en Norðlingar gerðu þeim svo þungar
búsifjar, að þau urðu að flýja þaðan. Eyvindur var
ættaður frá Hlíð í Hrunamannahreppi og var lengi á
Vestfjörðum, og dó á Hrafnsfjarðareyri í Jökulfjörðum
um 1780; en Arnes dó í Engey 1805, og var þá91árs.
Halla var miklu verri og illúðlegri en Eyvindur, og ept-
ir lýsingu þeirri, sem er á Eyvindi í Lögþingisbókinni
1765; hefirhann verið fremur laglegur maður, hæglátur
í umgengni og vinnumaður góður, en Halla var injög
ógeðsleg og skapliörð. í íslendingi gamla og þjóðsög-
um Jóns Arnasonar eru ágætar frásagnirum kJyvind, og
þar mun allt það tínt til, sem inenn vita um þau
hjón'. Löngu seinna er sagt, að Magnús sálarháski hafi
dvalið um hríð á Hveravöllum og eru ýmsar skringileg-
ar sögur um veru hans þar. Leitamenn úr Húnavatns-
sýslu koma stöku sinnum á Hveravelli, en engjr ferða-
menn aðrir, því þó einhverir feri Kjalveg, þá ei tölu-
verður krókur þangað, hvort sem menn fara fyrir aust-
an eða vestan Blöndu.
Á Hveravöllum vorum við 3 nætur, og skoðaði eg
hverina svo nákvæmlega sern eg gat, mældi þá og gerði
]) íslendingur I. bls. 156—170. Jón Árnason: íslenzkar
pjóbsftgur II. bls. 243—251.