Andvari - 01.01.1889, Blaðsíða 128
122
er pá fyrst að geta pess, að það er alveg óvíst, að goð-
arnir í Norvegi hafi haft nokkra veraldlega stjórn á
hendi. Að vísu voru goðar í Norvegi, en pað er margt,
sem bendir á, að peir hafi að eins verið prestar, að
sínu ieyti eins og prestar voru hjá hinum fornu
öermönum; pannig liggur pað í augum uppi, að mörg
hof hafa verið í hverju smákonungsdæmi í Norvegi, og
pá hafa í liverju peirra verið margir goðar, er varðveittu
hofin. J>að getur pannig eigi verið, að smákonungarn-
ir liafi varðveitt öll hofin, og pað er jafnvel eigi víst, að
peir hafi staðið fyrir stórblóturn bænda. Eptir pví sem
segir í sögunum, pá var svo eptir daga Haralds hárfagra,
að margir hændur í hjeraði stóðu fyrir hlótum. |>ann-
ig er talað um átta höfðingja á dögum Hákonar góða, er
rjeðu fyrir blótum í Jprændalögum, og átti Sigurður
Hlaðajarl engan hlut í peim.' í sögu Ólafs Tryggva-
sonar er talað um »stórbændr pá, er fyrr höfðu haldit
npp blótum*,1 2 og í Ólafs sögu lielga er sagt svo: «Tólf
menn eru peir, er fyrir beitast uin blótveislurnar*3
J>etta stríðir á móti pví, að smákonungarnir í Norvegi hafi
bæði haft veraldlega stjórn og helgistörf á hendi.
Hjer á Islandi eru enn meiri sannanir fyrir pví, að
að höfðingjastjórn og helgistörf hafi eigi verið sameinuð.
fannig er á nokkrum stöðum í fornsögum vorum talað
um konur, sem voru gyðjur eða hofgyðjur;4 pær höfðu
eigi neina hjeraðsstjórn. Hins vegar voru og ýmsir
höfðingjar af landsnámsmönnum engir goðar. J>etta
er víst um pá menn, sem voru kristnir; í Landnámu
(V. kap. 15) segir, að svo hafi verið «flestir peir er
kvomu vestan um haf; er til pess nefndr Helgi magri
ok Örlygr enn gamli, Helgi bjóla, Jörundr kristni, Auðr
1) Saga Hákonar góða, kap. 19.
2) Saga Ólaf's Tryggvasonar, kap. 75.
3) Saga Ólafs helga, kap. 115.
4) Landnáma, 1. k. 21, III. k. 4, Vatnsdæla k. 27; Landn.
IV. k. 10, Krlstni s. kap. 2. Vápnfirðinga saga, bls. 10.