Andvari - 01.01.1889, Side 138
132
hverju, til þess að skýra þeim frá, er heima voru, hvað
gjört hefði verið á alþingi. TJm leiðarþing er getið um
miðja 10. öld1.
Vjer höfum nú farið nokkrum orðum um stjórnar-
skipun landsins, eins og hún var sett 930, en á næstu
tveimur mannsöldrum urðu nokkrar hreytingar á henni,
og er þá fyrst að minnast á lögiu 965.
Ástæðan til þess að þau voru sett, var hin mikla
þingdeild á milli Tungu-Odds og Þórðar gellis. Ari
fróði segir svo frá, að Hænsa-Jpórir og þorvaldur, son
Tungu-Oddds, brenndu inni Porkel Blundketilsson í
Örnólfsdal í Borgarfirði, en J>órður gellir varð höfðingi
að sökinni, því að Hersteinn Porkelsson Blundketilsson-
ar átti pórunni systurdóttur hans. Síðan voru brennu-
menn sóttir á pingnesþingi í Borgaríirði, því að »þatvóro
þá lög, at vígsacar scylldi sœkia á þingi þuí, es næst vas
véttvangi*. pórður gellir fór með flokk manna úr
Breiðaíirði til þess að sækja málið, en Oddur var lið-
fleiri fyrir, og börðust þeir, svo að málið varð eigi háð
að lögum. Síðan fór málið til alþingis og börðust þeir
þá enn, en svo lauk að málið varð dæmt þar, og urðu
ýmsir brennumenn sekir. »J>á talþi J>órðr geller tölu
umb at lögbergi, livé illa mönnom gengdi at fara í
ócunn þing at sœkia of víg eþa harma sína, oc talþi,
huat hónom varþ fyrer, áþr hann mætti þuí máli til
3aga coma, oo quaþ ýmissa vandræþi mondo verþa, ef
eigi réþisc bœtr á. fá vas landino scipt í fiórþunga,
sua at .iii. urþu þing í hueriom fiórþungi, oc scylldo
þingonautar eiga huar sacsócner saman, nema í Norþ-
lendinga fiórþungi vóro .iiii., af þuí at þeir urþu eigi á
annat sátter. þeir, esfyr norþan vóro Ayiafiorþ, villdo
eigi þangat sækia þinget, oc eigi í Scagafiorþ, þeir es
þar vóro fyr vestan, en þó scylldi iömn dómuefna oc
1) Vatnsdæla, kap. 27.