Andvari - 01.01.1889, Qupperneq 140
134
ef til vill 4 í öðrum. J>órður gellir setti fjðrðungsping
fyrir Yestfirðingafjórðung i pórsnes.1, en í Grágás er
farið þeim orðuni um fjórðuugspingin, að par er talið
óvíst, hvort þau sjeu höfð eða höfð eigi'2, og hafa þau
eptir pví eigi verið mjög tíð á þeiin tíma, er Grágás
miðar við.
J>að, sem var þj'ðingarmest fyrir stjórnarskipun
landsins í hinum nýju lögum, var stofnun hins 4. þiugs
í Norðlendingafjórðungi, því að við það breyttist goð-
orðafjöldinn. Eins og áður er um getið, hafði þetta eigi
nein álirif við dómnefnu á alþingi, hvorki við fjórðungs-
dómana eða fimmtardóminn, en aptur á móti hefur það
lraft áhrif á skipun lögrjettunnar.
|>egar alþiug var sett, hafa að eins setið í lögrjett-
unni 36 menn, er atkvæði höfðu, en eptir Grágás er
lögrjettan skipuð þannig, að í henni sitja 48 menu,
fyrst og fremst 12 goðar úr Norðlendingafjórðungi og 9
goðar úr hverjumhinna fjórðunganna, og auk þess »scolo
þeir allir hafa með ser mann einn or þingi hverio eno
forna. sva at þo eigniz .xii. menn lögrétto seto or fiorð-
ungi hueriom*3. Þuð sjest þannig, að hinir 12 goðar
úr Norðlendingafjórðungi hafa fengið sæti í lögrjettunni,
en til þess að jafnrjettinuin skyldi eigi vera hallað og
Norðlendingafjórðungur bera hiua fjórðungana ofurliða,
þá liefur hinum goðunum verið leyft, að taka einn mann
með sjer úr þingi hverju, og við það hafa orðið 48
menn í lögrjettunni. Að rekspölurinn hafi. verið þann-
ig, styrkist mjög mikið við eina setningu í Hænsa-þór-
is sögu, sem kemur á eptir frásögninni um lögin 965,
en hún er svo : »afþví skal einn maðr þaðan sitja fyrir
fórráðsgoðorð, at þeir goðar vildu allir setið hafa»4. tað
)) Eyrbygííja, kap. 10. Landn II., 12.
2) Grágás II., 350.
3) Grágás I. a. 211.
4) Hænsa-þúris saga kap, 14. neöanmáls.