Andvari - 01.01.1889, Qupperneq 153
147
falin á hendur nein lögreglustjórn, og eigi höfðu þeir
neitt vald í sveitamálum.
Eptir pví sem goðorðunum var skipað, hefði það og
verið næsta óheppilegt, ef hjeraðsstjórnin hefði verið
hundin við pau að lögum. Goðorðin voru eigi bundin
neinum ákveðnum takmörkum. Hverjum manni var
frjálst, að segja sig í ping með þeim goða, er hann vildi,
eigi aðeins í hverju þingi, heldur og í hverjum fjórð-
ungi, og gat jafnvel verið í pingi með goða 1 öðrum
fjórðungi. Goðar gátu og sagt manni úr þingi við sig.1
Nú er pað víst, að goðar gátu eigi haft vald yfir öðrum en
þingmönnum sínum, og er pá auðsætt, að hver maður
gat gjört fyrirskipanir hans pýðingarlausar, með pví að
segjast í ping með öðrum goða. Auk pess hefði pað og
verið agnúi á pví, að láta hjeraðsstjórnina fylgja goðorð-
unum, er goðorðin gengu kaupum og sölum meðal manna,
og pau komust stundum í liendur utanhjeraðsmönnum.
J>að er pví margt, sem mælir móti því, að goðavaldinu
hafi fylgt annað vald en pað, sem beinlínis er lögá-
kveðið í Grágás: löggjafarvald, pingastjórn og dómnefnu-
vald.
|>ess hefur áður verið getið, að pótt ýmsir land-
námsmenn hafi verið miklir höfðingjar, pá hafi pó í
hverju hjeraði verið margir mikilhæfir menn. J>egar
menn lesa Landnámu, pá leynir pað sjer eigi, að land-
námsmenn eru hver öðrum óháðir, og pað er enda svo,
að landgjaíir gerðu menn eigi háða þeim, er landið gaf.
|>annig börðust peir synir önundar trjefóts við Flosa
Eiríksson, og gerðu hann sekan, og hafði Eiríkur, faðir
Elosa, pó geíið Önundi land á Ströndum2. í hverju
hjeraði voru margir menn, sem lítill munur var á.
Goðarnir, sem fengu sæti í lögrjettunni, hafa jafn-
1) Grág. I. a. 140—141, II, 277—278.
2) Grettla, kap. 9, 12.
10*