Andvari - 01.01.1889, Side 154
148
vel eigi haft hofeign fram yfir þá, sem eigi fengu þar
sæti. J>etta sjest ljóst af hofafjöldanum. í hverju þingi
voru miklu fieiri hof en 3. Vjer skulum nefna Skaga-
fjörð; Eiríkur í Goðdölum hjó að Hoíi1, og hafa Goð-
dælir haft þar hof. líollsveinn hinn rammi hafði blót
á Hofstöðum2. Hjalti |>órðarson bjó á Hofi í Hjaltadal3,
og hefur þar vafalaust verið hof Hjaltdæla. Sömuleiðis
hefur án efa verið hof á Hofi á Höfðaströnd. Sömu-
leiðis hefur hof verið í Fljótum, því að það segir í
Elateyjarbók í þættinum um J>órhall á Knappstöðum:
»uar æitt rikt hof æigi langt fra hæ hans hofdu Fliot-
ueriar þar aller hlot æitt sinn a hueriu are"4. J>annig
hafa verið 5 hof að eins í nokkrum hluta Hegranes-
þings. í Eyjafirði hefur og verið fjöldi hofa.
Synir Helga magra reistu hof mikil, Hrólfur í Gnúpu-
felli og Ingjaldur að J>verá.5. I Glúmu eru hæði þessi
hof nefnd, og hið þriðja í Djúpadal, þar sem tengda-
sonur Helga magra hafði búið, Gunnar sonur Laga-Úlf-
Ijóts6. |>ar að auki hafa án efa verið hof á Hofi í Svarfað-
ardal og hofi í Hörgárdal. pegar þess er gætt, að J>ing-
eyjarþing og Vaðlaþing voru fyr meir eitt þing, þá er
fjóst, að þar hafa hlotið að vera miklu fleiri hof en 3,
en af því leiðir, að goðar hafa verið fleiri á landinu en
þeir, sem sæti fengu í lögrjettunni. J>að hefur því í
upphafi eigi verið mikill munur á þeim mönnum, er
sæti fengu í lögrjettunni og ýmsum öðrum mikilhæfum
mönnum í þingi hverju.
Þetta gerir það skiijaniegt, hvers vegna lög-goðun-
um hefur eigi verið fengið í hendur mikið framkvæmd-
arvald: Menn hafa eigi viljað veita þeim mönnum, er
1) Landn. III., kap. 7.
2) Landn. III., kap. 8.
3) Landn. III. 10.
4) Flateyjarbók, I. 439.
1) Landn. III: kap. 16.
3) Glúma, kap. 25.