Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Síða 9

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Síða 9
lega kennslu. Einkum er nauðsynlegt, ao kennsla sé aukin og við bætt í: 1) Húð- og kynsjúkdómum. 2) Barnasjúkdómum. 3) Farsóttum. 4) Verkleg kennsla í fæðingarfræði. 5) Tannlækningum. Kennsla í tannlækningum verður hafin á næsta hausti, og er nýskipaður dósent í þeirri grein. Kennsla mun fara fram á efstu hæo háskólabyggingarinnar, og nemendur verða að taka fyrsta og annan hluta embættisprófs í læknisfræði, áður en þeir byrja tannlækna- nám. Ef ríki og bær byggja í sameiningu farsótt- arhús og sæmilega fæðingarstofnun með sér- síökum lækni, sem kenndi þessa grein verk- lega, væri mikio áunnio að endurbótum í kennslu lækna. En þrátt fyrir þessar væntanlegu endurbæt- ur, veroa kandídatar i læknisfræði að fara utan og dvelja þar skemmri eða lengri tíma, því veldur mannfæð okkar, og að ýmsir sjúk- dómar, sem læknar þurfa að bera kennsl á, eru hér fátíðir. Ef til vill er læknanámið orðið oflangt hér á. landi; væri ástæða til þess að reyna að stytta það og athuga á ný alla skipulagningu námsins, Verkfrœðideiíd. Byrjað var á kennslu í verkfræði árið 1940. Var þá ætlazt til þess, að stúdentar tækju próf eftir tveggja ára nám, sem svaraði til fyrra hluta prófs við ve.vkfræðiskólann í Kaupmannahöfn og aðra skóla af slíku tagi á Norðurlöndum. Var Verk- fræðingafélag Islands hvetjandi og í ráðum við stofnun deildarinnar; hafa margir verk- fræðingar tekið að sér tímakennslu fyrir liíla borgun. Aðaláhugamaðurinn og formaður kennslunnar hefur verið Finnbogi Rútur Þor- valdsson. Útlendir verkfræðingar, sem hér dveljast og kynnt hafa sér teikningar og úr- lausnir nemenda, ljúka á þær lofsorði. Nú í haust var svo hafin framhaldskennsla í byggingarverkfræði, eftir allmikiar rann- STÚDENTABLAÐ sóknir nefndar úr Verkfræðingafélagi Islands og nokkurra kennara verkfræðideildar. Nú kenna þar alls tveir fastir kennarar og níu aukakennarar (tímakennarar). Innritaðir nemendur voru í vetur 27. Nokkuð er það vafasamt, hvort framhald verður á kennslu í byggingarverkfræði eftir ófriðinn. Þetta er aðeins tilraun og erfitt að fá nægilega kennslukrafta. Heimspekideild. Nemendum fer þar fjölg- andi, og eru þar innritaðir 74 stúdentar. Deild þessi á að sjálfsögðu að vera aðalvísindadeild háskólans, og ber því að efla hana sem mest og bezt, þannig að hún verði í framtíðinni fullkomnasta kennslu- og visindastofnun í ís- lenzkum fræðum í Norðurálfu. Þ.rír prófessorar og einn dósent og einn lektor hafa haft kennsluna á hendi, en við vonumst fastlega, að næsta Alþingi veiti okk- ur 2 lektora í viðbót. Auk þess eru við deild- ina fastir kennarar í ensku, þýzku, frönsku og sendikennari í sænsku, kostaður af Sví- þjóð og ríkissjóði Islands í sameiningu. Nemendur geta tekið ýmis próf, kennara- próf, meistarapróf og B.A. próf. Kennarar deildarinnar hafa í hyggju að stinga upp á allmiklum breytingum á prófum deildarinnar, sérstakt próf í sögu, sérstakt próf í málfræði og bókmenntasögu, og að hver nemandi taki eitthvert af nýju málun- um sem viðbótargrein. Bókasafn skólans er ennþá lítið, húsnæði er gotí og til frambúðar í langan tírna. Það virð- ist mjög nauðsynlegt, að samband og náin samvinna verði framvegis milli bókasafns há- skólans og landsbókasafnsins; það virðist ó- þarfa eyðsla, að bæði söfnin kaupi sömu bæk- urnar. Fáist ekki slík samvinna auðveldlega, verður nauðsjmlegt að setja sameiginlega stjórn yfir bæði söfnin. Bæjarstjórn Reykjavíkur veitti Sáttmála- sjóði sérleyfi til kvikmyndasýninga árið 1940. I fyrstu var það ætlun háskólaráðs að byggja nýíízku kvikmyndahús og keypti því lóð og hús í Austurstræti. Innflutningsleyfi á bygg- 7

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.