Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Page 11

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Page 11
Hinn 8. marz 1944 samþykkti Alþingi nýja stjórnarskrá fyrir Island, lýoveldisstjórnar- skrána, sem svo er nefnd. Samkvæmt 81. gr. þessara stjórnskipunarlaga öðlast þau gildi, þegar Alþingi gerir ályktun um það, enda hafi meiri hluti kosningabærra manna í landinu með leynilegri atkvæðagreiðslu samþykkt þau. Þjóðaratkvæðagreiðsla þessi fór fram dagana 20.—23. maí þ.á. og samþykkti þá all- ur þorri alþingiskjósenda í landinu hina nýju stjórnarskrá, svo að því skilyrði fyrir gildis- töku hennar er þegar fullnægt. Eftir er álykt- un Alþingis um gildistökuna, og mun eigi vera neinn vafi á því, að þingið muni gera þá á- lyktun. Þetta er hin þriðja stjórnarskrá, sem Island eignast, og er þá orðið stjórnarskrá haft í nú- tímamerkingu þess, sem nafn á heildarlögum um stjórnarskipun landsins. Stjórnarskipunar- lögin eru sá lagalegi grundvöllur, sem þjóðfé- lagið stendur á. Slík lög eru því í raun réttri meira varðandi en nokkur lög önnur. Þess vegna gilda og aðrar reglur um setningu þeirra en þær, er gilda um setningu annarra laga. Hið almenna löggjafarvald getur eigi breytt stjórnarskipunarlögunum. Til breyt- ingar á almennum lögum eða setningar þeirra nægir, samkvæmt hinni núgildandi stjórnar- skrá frá 18. maí 1920, samþykkt eins Alþing- STÚDENTABLAÐ is og staðfesting konungs, nú ríkisstjóra. Til breytinga á eða viðauka við stjórnarskrána þarf hins vegar samþykki tveggja Alþinga, og skal Alþingi rofið og nýjar kosningar fara fram, eftir samþykkt fyrra þingsins, þannig að síðara þingið skal vera nýkosið þing. Sama regla gilti samkvæmt stjórnarskránni frá 5. jan. 1874, og sama regla mun gilda í fram- tíðinni samkvæmt 79. gr. lýðveldisstjórnar- skrárinnar. Þessi regla er byggð á þeirri hugsun, að stjórnarskipunarlög landsins séu svo mikils varðandi, að þjóðin í heild sinni, al- þingiskjósendurnir, eigi rétt á, að hafa hönd í bagga um setningu þeirra eða breytingu á þeim. Álits kjósendanna á að leita með því að boða til nýrra kosninga. Þar geta kjós- endurnir lýst vilja sínum, þeir, sem breyt- ingunni eru samþykkir, kosið fylgismenn hennar, hinir mótstöðumenn hennar. Með þessu fyrirkomulagi á að tryggja það, að stjórnarskipuninni verði ekki breytt gegn vilja kjósendanna. Við setningu lýðveldisstjórnarskrárinnar var þessi venjulega aðferð við stjórnarskrár- breytingar ekki höfð. Alþingi samþykkti hana að vísu, en það þing var ekki rofið og nýjar kosningar fóru ekld fram. 1 stað þess var málið lagt undir þjóðaratkvæði. Þingið tek- ur málið að vísu tii meðferðar í annað sinn, 9

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.