Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Side 18

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Side 18
Einar Olgeirsson alþingismaður: UTANRlKISPÖLITlK ISLENZKA LÝÐVELDISSNS Eftir sjö alda erlend yfirráð, eftir margra kynslóða þrotlausa sjálfstæðisbaráttu, er Is- land aftur orðið sjálfstætt lýðveldi. Lokasig- urinn í stjórnarfarslegri frelsisbaráttu þjóð- arinnar er unninn. En baráttan fyrir sjáifstæði landsins, fyrir frelsi þjóðarinnar, heldur áfram, baráttan fyrir að varðveita það, sem unnizt hefur, og gera sjálfstæði þjóðarinnar raunhæft á öllurn sviðum. ,,Það er ei minni vandi að gæta feng- ins fjár en afla“, segir máltækið. Og fyrir oss Islendinga, sem þekkjum af vorri eigin sögu, hvernig vér glötuðum sjálfstæðinu, og sjáum af sögu síðustu áratuga, hvernig fjöldi ann- arra þjóða hefur glatað því — um stundar- sakir, — fyrir oss er dýrkeypt reynsla vor og annarra hin alvarlegasta áminning um að vera á verði. Utanríkispólitík íslenzka lýðveldisins er fyrst og fremst áframhald sjálfstæðisbarátt- unnar í nýju formi, undir hinum nýju kring- umstæðum. Það er fremsta hlutverkið í utanríkispóli- tík hverrar þjóðar, að varðveita sjálfstæði hennar. Til þess reyna stórar sem smáar þjóðir að skapa sér bandamenn og útvega sér sem beztar tryggingar fyrir sjálfstæði sínu, þótt þær stærstu, þegar öllu er á botn- inn hvolft, treysti máske bezt á her sinn til þeirra hluta, en meira að segja það er þeim ekki einhlítt. Þarf þá ekki að sökum að spyrja hvernig komið sé fyrir einni smæstu þjóð veraldar, vopnlausri ofan í kaupið, — og hve mikið er undir því komið fyrir hana að reka rétta utanríkispólitík. Það er svo um fjölda smáríkja eins og heiminum nú er háttað, að landafræðisleg lega þeirra markar þeim mjög svigrúm í ut- anríkispólitík og gerir þau oftast háð stærri ríkjum, er nærri þeim liggja, þó ekkert rétt- læti mæli með slíkri skipan. ísland hefur ef til vill betri afstöðu en mörg stærri smáríki til raunverulegs sjálfstæðis, ef rétt er á málunum haldið af þjóðarinnar hálfu. Það er nú viðurkennt um allan heim, hve þýðingarmikil lega lands vors sé. Það er talað um það sem Möltu Atlantshafsins. Og það þykir almennt ekki líklegt,að stórveldum Evr- ópu og Ameríku þætti það gott, ef eitthvert eitt þeirra réði fyrir fslandi. Ætla mætti t. d. að Bandaríki Norður-Ameríku, Bretland, Frakkland, Noregur og Sovétríkin vildu hvort um sig, að tryggt væri, að ekkert hinna hefði hér á landi hernaðajdeg ítök eða forréttindi, eftir að þessu stríði lýkur. Og þessa sameig- inlegu ósk þeirra ætti svo að vera mögulegt að hagnýta oss á þann hátt t. d., að fá öll þessi ríki til þess, helzt sameiginlega, að lýsa því yfir, að þau ábyrgist íslandi friðhelgi og sjálfstæði. Slíkar tryggingaryfirlýsingar tíðkast mjög STÚDENTABLAÐ lö

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.