Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Qupperneq 24

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Qupperneq 24
Páll S„ Pálsson, síud. jur., formaður sfúdeníaráðss FRELSISB ARÁTT AN HELDUR ÁFRAM Þegar við vorum lítil börn, hlökkuðum við til þess dags, þegar Island losnaði að fullu við dönsku krúnuna, sem var of nátengd skugga- legustu atburðum Islandssögunnar um margra alda skeið, til þess að við gætum nokkum tíma lært að láta okkur þykja vænt um kónginn. Það stendur svo einkennilega á, að allan tímann frá því að Danir komust hér til yfir- ráða og fram til ársins 1918 höfðum við lítil afskipti af öðrum þjóðum. Frelsisbarátta okk- ar fram á síðustu tíma hefur verið við Dani og danskan kóng. Það var gæfa íslenzku þjóðarinnar, að nokkrir fátækir drengir, sem farið höfðu utan í þekkingarleit, báru svo hlýjan hug í brjósti til fjallkonunnar, að þeir gleymdu henni ekki að afloknu námi, en lögðu fram óskipta krafta sína til þess að leysa hana úr viðjum. íslenzku stúdentarnir við Hafnarháskóla blésu nýjum þrótti í þrekaða þjóð og tendr- uðu glóð, sem brunnið hefur síðan í hjörtum allra góðra íslendinga. Þótt baráttan væri vonlítil, þá börðust þeir eins og hetjur, því að þeir trúðu á landið og þjóðina. Hvort sem þessir stúdentar urðu síðar meir málfræðing- ar, skáld, stjórnmálamenn eða eitthvað ann- að, unnu þeirra alla ævi að sömu hugsjón: /s- land frjálst og þaö sem fyrst. Þökk sé þessum góðu stúdentum og þeim, 22 er síðar komu og létu hugsjónina rætast. Það er ekki hvað sízt fyrir djarfa baráttu íslenzkra stúdenta fyrr og síðar, að vér lifum í dag hina langþráðu stund, er ísland þarf ekki að lúta dönskum kóngi lengur. Island hefur sjálft tekið ákvörðun um það stjórnar- fyrirkomulag, er því hentar bezt. — ísland er lýðveldi! Fagnandi heilsum vér íslendingar þessum degi, þegar djörfustu vonir þjóðhetjunnar Jóns Sigurðssonar og annarra landsins beztu sona fá loksins að rætast. Þá kann einhverjum að detta í hug: Hvað hafa íslenzkir stúdentar nú á tímum til mál- anna að leggja, annað en vitna aftur i tím- ann og benda á hvað unnizt hefur, þar sem baráttunni er lokið og við erum frjáls þjóð? Áður en svarað er þessari spurningu, er þörf á að athuga það tímabil í sögu þjóðar- innar, er íslenzkur stúdent, sem nú er inn- ritaður við nám í Háskóla íslands, á aldrin- um 20—28 ára, hefur kynnzt af eigin reynd. Barn að aldri heyrði hann um atburðina 1. desember 1918, sem mörgum var þá í fersku minni, er sú gleðifrétt barst Islending- um, að þjóðin hefði þann dag fengið viður- kenningu Danaveidis fyrir tilverurétti sín- um. Ein með fyrstu námsbókum hans var ágrip af sögu íslenzku þjóðarinnar. Það er átakan- leg saga, sem hefst á glæsilegu landnámi og STÚDENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.