Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Side 26

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Side 26
Islendingur fyrirlíti vopnaburð og manndráp, eins og vér höfum lengst af gert. Frá því er stundum sagt í fornum sögum að illviljaðir fjölkynngismenn hafi framkall- að gjörningaveður. Á meðan það stóð yfir var öllum hollast að halda sér innan dyra, því að þeir, sem út fóru, týndust, og stund- um var það svo, að þótt menn styngju aðeins út höfði, misstu þeir allt vit og urðu ærir. En gjörningaveðrið stóð aldrei nema skamma hríð. Ef menn gættu fullrar varúðar, meðan það stóð yfir, gátu þeir gengið heilir til starfa að stundu liðinni. Styrjöldin er gjörningaveður fjölkynngis- manna. Birgjum vel allar gættir og leiðum þann vágest hjá okkur, eftir því sem unnt er. Vér erum ekki fjöimenn þjóð, en sterk eyðingaröfl verka nú á móðurmál vort og þjóðarvitund, og áhrif þeirra verðum vér að standast. Ég hef trú á þvi, að stofnun lýðveldisins verði einingu þjóðarinnar hinn mesti styrk- ur í styrjaldarhretinu. Stúdentar! Heiðrum minningu þjóðhetj- unnar, sem fæddist á þessum degi og fögn- um í dag lýðveldi á fslandi með því að strengja þess heit að standa vel á verðinum og hefja þegar baráttu fyrir því, að svo megi aldrei aftur fara, að fsland glati sjálfstæði sínu vegna tilbeiðslu nokkurra landsmanna á erlendu valdi. Engir einstakir menn geta haldið málum vorum áfram, þegar i hart kemur, nema þeir séu vissir um aðstoð alþýðu, hvort sem þeir sjálfir standa eða falla. Jón Sigurðsson, á Mikjálsmessu, 29. sept. 1851, í bréfi til Stefáns Jónssonar á Reistará við Eyjafjörð. Háskóli Islands Framhald aí bls. 8. Minna hefur verið hugsað um að móta skap- ferli, viljaþrek og siðgæðishugmyndir stúd- entanna. Þetta er, að mínu áliti, einn aðal- galli háskólanna, því að engum blöðum er um það að fletta, að þetta eru dýrmætustu eigin- leikar manns, en ekki eitthvert hrafl að þekk- ingu, þótt það sé góðra gjalda vert með hin- um kostunum. Þessir eiginleikar eru að nokkru arfgengir og meðfæddir, en eins og hægt er að þjálfa ýmsa hluta líkamans eða hann allan, er vissu- lega auðið að þjálfa og þroska þessa andlegu eiginleika. Snemma á ævinni verður að byrja á slíku, ef að haldi skal koma. Verður það því aðallega hlutverk foreldra, heimil- anna og lægri skóla að móta skapgerð ung- linganna, draga úr misfellum, venja þá við reglusemi, kurteisi í framgöngu, sannsögli o. s. frv. Þegar stúdentarnir koma á skóla okkar, eru þeir flestir mótaðir andlega að meiru eða minna leyti, og því erfitt að breyta nokkru um. Auk þess er sambandið milli nemenda og kennara við háskóla alltof lítið og laust. Persónuleg áhrif kennarans á nemendur því oft nær engin. Kennararnir eru líka oftast valdir eftir vísindalegum störfum þeirra, en ekki mannkostum. Hér er um mjög viðkvæmt vandamál að ræða, og væri mjög æskilegt, að bæði kenn- arar skólans og stúdentarnir sjálfir rituðu og ræddu um það með nærgætni og skilningi. Þetta varðar alla þjóðina, því að ekki má það eiga sér stað, að unglingar, sem ef til vill hafa fengið gott uppeldi, spillist af slæmum félögum eða af lífinu í Reykjavík. Ber því uppeldisfræðingum og blöðum að láta málið til sín taka opinberlega. Ég gæti hugsað mér það sem góða byrjun að fá verulega vandaða menn, helzt skörunga, til þess að vera garðprófasta; þeir veittu garð- búum, lífi þeirra og framferði nána eftirtekt, leiðbeindu þeim með góðum ráðum og fögru fordæmi. 24 STÚDENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.