Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Page 29

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Page 29
Jón Baldvinsson að vernda rett lítilmagnans, að sporna við yfirgangi og kúgun auðvalds og einstakra manna, að innræta hjá pióðinni þekkingu á gildi vinnunnar og virðingu fyrir henni. að efla þekkingu alþýðunnar, einkum í þjóðhagsfræði, atvinnurekstri og vinnu- aðferðum, að styðja samtök meðal verkamanna, sem miða að því að sporna við valdi og vana, áníðslu og órétti, en efla sameiginlegan hagnað, að efla svo andlegan þroska alþýðunnar, að hún verði jafnfær til ráða sem dáða. Verkamannasamband Islands var stofnað 1907, það átti erfitt uppdráttar og dó þrem árum síðar. Verkakvennafélagið Framsókn var stofnað 1914, og var ekki vanþörf á, að reynt væri að rétta hlut verkakvenna. Árið 1913 var hafin vinna við hafnargerð Reykjavíkur. Kom þá til áreksturs vegna þess, að verktakinn vildi lengja vinnudaginn úr 10 klst. í 12 klst. og lagði hópur verka- manna niður vinnu af því tilefni. Dagsbrún hóf þá útgáfu á blaði, sem nefnt var Verka- mannablað. Það var skeleggt í baráttunni, en lifði skammt. Hinn 10. júlí 1915 hóf Dagsbrún — blað STÚDENTABLAÐ jafnaðannanna — göngu sína undir ritstjórn Ólafs Friðrikssonar, sem um leið gerðist einn einbeittasti málssvari verkalýðsins í ræðu og riti. Sama ár var stofnað Sjómannafélag Reykjavíkur, sem þá nefndist ,,Hásetafélag“. Þar með voru samtök sjómanna endurvakin, sem hafin höfðu verið með Bárufélögunum eins og fyrr er sagt. Þetta félag er nú annað fjölmennasta verkalýðsfélag á Islandi. ALÞÝÐUSAMBANDIÐ STOFNAÐ Haustið 1915 voru kosnir tveir fulltrúar frá hverju eftirtalinna félaga í Reykjavík: Dagsbrún, Hásetafélaginu, Verkakvennafélag- inu, Prentarafélaginu og Bókbandssveinafé- laginu, til þess að undirbúa og gangast fyrir stofnun sambands allra verkalýðsfélaga á landinu. Nefnd þessi starfaði ötullega, og 12. marz 1916 hófst stofnfundur Alþýðusambands íslands. Stofnfélög voru, auk þeirra fimm, sem fyrr eru talin, Hlíf í Hafnarfirði og Há- setafélag Hafnarfjarðar. Ákveðið var að hafa framhaldsþing um haustið, og var því aðeins kosin bráðabirgðastjórn og varð Ottó N. Þor- láksson forseti hennar. Hann var einn af frumherjum Bárufélaganna og aðalhvata- mönnum að stofnun þeirra og um áratugi í fremstu víglínu hreyfingarinnar. Ölafur FriGriksson 27

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.