Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Síða 50

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Síða 50
marka sem mest fjölgun í iðngreinunum. — Þessi takmörkun hefur gengið svo langt, að líkja mætti henni við hin frumstæðustu sam- tök verkstæðisfólksins gegn vélunum, er það skipulagði eyðileggingu þeirra. En þetta hvort tveggja er af sömu rótum runnið og í sama tilgangi gert. — Það er atvinnulegt öryggisleysi þessara stétta, sem knýr þær út í þetta varnarstríð. Og þegar þess er einnig gætt, að iðnnemarnir eru undir mörgum — jafnvel flestum — kringumstæðum aðeins notaðir sem ódýrt vinnuafl, en minna um það hugsað að gera þá að lærðum og traustum iðnaðarmönnum í sinni grein, verður varnar- stríð iðnsveinanna skiljanlegra. Til þess að lækna þetta öfugstreymi, þarf aðeins að af- nema orsök þess og þá hverfur það af sjálfu sér. Iðnmenntunin þarf að blómgast af áhuga þjóðarheildarinnar, en ekki grundvallast á stundarhagnaði einstakra manna. Hér eru iðnskólar, sem eiga að undirbúa iðnaðarmennina undir iifsstarfið. Eins og þeir eru starfræktir geta þeir ekki veitt iðnnem- unum þá menntun, sem þjóðin verður að krefjast af iðnaðarmönnum sínum. — Tóm- stundir nemandans á kvöldin eftir erfitt dags- verk er námstími hans. Á þeim tíma lýkur hann því námi, sem af honum er krafizt og það oft með prýði. Meira náms er ekki af honum krafizt. Þetta þarf stórum að breytast. Til inn- tökuprófs í iðnskóla þarf að krefjast náms, sem að minnsta kosti jafngildi gagnfræða- prófi. Leggja verður svo áherzlu á rækilegt iðnnám bæði í skóla og á vinnustað. Það verður að taka upp kennslu í sögu iðnaðarins og þróunar hans, svo að nemandinn fái sem gleggsta yfirsýn i iðninni og hafi kunnáttu möguleika til þess að leggja eitthvað til frá sjáifum sér, er sýni fræðilega þróun, en ekki skipulagslaust fálm. Iðnaraframfarir síðustu áratuga hafa sýnt það, að íslenzkir iðnaðarmenn eru færir um, að leysa af hendi vandasöm verk með sóma. En það vantar heilsteypta iðnaðarmenningu, sem getur gefið verkunum skýran svip þeirr- ar þjóðar, er skóp þau. Að öðrum kosti verða þau viðrinislegt viðundur, sem enginn veit hvaðan er komið eða hvar á sér staði. En hvað ætlar þjóðin sér svo að gera við alla þessa lærðu iðnaðarmenn? Á að leyfa þeim að vinna, þegar einhverjir einstaklingar telja sér hag í þvi, að nota vinnuafl þeirra, en láta þá hvíla sig þess á milli eins og svo iðu- lega hefur átt sér stað? Eiga duttlungar ein- staklinganna að ráða, hvort vinnuafl þjóðar- innar er hagnýtt eða eigi? Á þjóðin að ráða því, hvort auðlindir landsins eru nýttar til al- menningsheilla eða á það aðeins að vera und- ir gróðavon einstakra manna komið eins og verið hefur? Hefur þjóðin virkilega efni á því að mennta iðnðarmenn sína eins og menn- ingarþjóð sæmir, og láta þá svo hvíla hendur í skauti mikinn hluta ársins? Ég gat þess hér að framan, að tæknin væri að gera okkar kalda land að landi mikilla möguleika. 1 fossum okkar lands býr óhemju afl, sem getur malað þjóðinni gull — getur gert hana að velmegandi menningarþjóð, ef hana skortir ekki víðsýni og þroska til þess að taka afl þetta skipulagslega í þjónustu sína. Vér skulum vona að þjóðin beri gæfu til þess að nota auðlindir lands síns og vinnu- afl þegna sinna, en sói ekki fjármunum sín- um í gegndarlaust óhóf og prjál nokkurra einstaklinga, meðan auðæfi lands og sjávar liggja lítt notuð af ,,fjárskorti“ og meiri hluta þjóðarinnar vantar margt þeirra nauðsynja, sem krefjast verður til þess að fullnægja frumstæðustu skilyrðum til menningarlífs. Með orku fossanna má afla nægilegs á- burðar til ræktunar landsins, er vér klæðum það á ný gróðri og fækkum eyðiflákum þess, svo að bóndinn þurfi ekki framar að slita kröftum sínum á örreitings útengi, sem get- ur trauðla veitt honum frumstæðustu lífs- þarfir. Vér, sem búum við auðugustu fiskimið heimsins, kunnum ekki að nýta þann afla nema að mjög litlu leyti, og stöndum því verr að vígi í viðskiptum á erlendum mörkuðum en aðrar þjóðir. Tökum tæknina í þjónustu þjóðarinnar, svo að veiði sú, sem sótt er í greipar Ægis verði fullnýtt og skili ríkulegum STÚDENTABLAÐ 48

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.