Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Page 12

Fálkinn - 08.05.1963, Page 12
mann þar sem Eyþór Stefánsson er. Án hans er hætt við, að leikstarfsemi væri ekki eins mikil hér á Króknum og raun ber vitni um. — Er ekki mikið sama fólkið sem stendur í þessu? — Jú, það er nú gallinn við þetta að mörgu leyti. Þá er hætt við, að menn þreytist. Við sýnum ekki færri en tvö leikrit á ári, um jólin og svo á Sæl- unni og stundum oftar. Menn verða því hlutverkaháir hér. — Hver undirbýr Sæluna? — Til skamms tíma hefur hér verið aðeins eitt samkomuhús, Bifröst, og stjórn þess hefur undirbúið dagskrána. Það eru kvikmyndasýningar hvern dag, leiksýningar, samsöngur og svo skemmtanir félaga. Nú er komið hér annað hús, Alþýðuhúsið, og það hefur sitt prógramm. Við gengum upp á sviðið. Tjaldið var dregið fyrir, en við heyrðum að fólkið var farið að streyma inn, þótt ekki væri nema stundarfjórðungur frá því að karlakórinn hætti söng sínum. Þeir voru að ljúka við að koma tjöldunum fyr:r í fyrsta þáttinn, baðstofunni. Það vakú furðu okkar hvað þeir voru fljótir að þessu og eins hvað tjöldin voru góð. — Hver gerir þessi leiktjöld? — Hann heitir Jónas Þór Pálsson. — Hefur hann eitthvað fengizt við þetta að ráði? — Hann hefur ekki lært neitt til þess og aðeins fengizt við þetta sem áhuga- 12 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.