Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Page 18

Fálkinn - 04.01.1965, Page 18
Einhvern veginn er það svo, að jafnvel hreinustu skussar eiga ekki svo erfitt með að þekkja Ford frá öðrum bílum. Þessir Fordarar, sem skarta hér á síðunni eru frá Kr. Kristjánssyni — Taunus 20 m, Consul Cortina og Consul Corsair. Það er rétt að gera Consul Corsair sérstak- lega að umtálsefni. Þetta er mjög fallegur bíll er kostar frá kr. 175.500,00 — 191.500,00. (Takið ekki of mikið mark á verðinu, því söluskattur og leyfisgjald getur ruglað þess- ar tölur fyrr en varir). Fordmenn lögðu mikla vinnu í að gera þessa bifreið sem bezt úr garði, lágu yfir verkefninu í 21 mán- uð. Smíðaðar voru átta bifreiðar mismun- andi í útliti og af þeim var ein valin á mark- aðinn; það var sú bifreið, sem einn mætur maður sagði um: „lítur út fyrir að vera á ferð, þótt hann standi kyrr.“ Og þeir segja ennfremur í auglýsingabæklingi: Ef þú tek- ur þúsund myndir af Corsair, hverja frá ólík- um sjónarhóli þá muntu ekki fá eina einustu ljóta mynd, eða sjá eina einustu ljóta línu. Það er semsagt ekki minnimáttarkennd- inni fyrir að fara hjá þessum höfðingjum, enda ástæðulaust, þar sem þeir virðast hafa unnið gott verk. nýir bilar Consul Cortina 2ja dyra kostar kr. 155.500.00 og er miðstöð innifalin í verðinu. Consul Corsair 2ja dyra kostar frá kr. 175.500.00 til 185.500.00 og er miðstöð lnnifalin i verðinu. Taunus 20 M er rennilegur bíll eins og sjá má á þessari mynd. Þessi kostar kr. 228.000.00 (sam- kvæmt síðustu verðskrá). Vélin er 6 sílindra og 95 ha. 18 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.