Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1965, Page 20

Fálkinn - 04.01.1965, Page 20
Gangirðu eftir Austurstræti að kvöldi til sérðu margt fólk, einkanlega ungt fólk. Unga fólkið á það sammerkt að vera áberandi vel klætt, þótt það sé kannski ekki alltaf skynsam- lega klætt, ef höfð er í huga hin umhleypingasama veðrátta, sem við eigum við að búa. Þorsteinn Þorvaldsson, er verzlunarstjóri í Herrabúðinni við Austurstræti. Þegar við tókum hann tali fyrir skömmu og spurðum hann um klæðnað ungra herramanna og smekk þeirra, sagði hann, að ungir menn vildu klæðast áberandi; mikið væri keypt í svörtum og ljósum litum og mikil eftir- spurn í svörtum frökkum með rauðu fóðri og í svörtum skyrtum með pinna í gegnum flibbann. Þorsteinn benti okkur á frakka frá Elg, sem væri úr gerviefninu diolen með nælon- fóðri og má þvo þennan frakka og hengja síðan upp til þerris líkt og nælon skyrtu og er það að sjálfsögðu mikill kostur. Verðið er kr. 1820,00. Föt í Herrabúðinni eru einkum frá Föt h.f. og er verðið á beztu fötunum að nálgast fjórða þús- undið, en dýrustu fötin í verzluninni eru ensk og kosta kr. 5135,00. Við skulum hugsa okkur að einhver kæmi inn í búðina og bæði um alfatnað, yzt sem innst, fremur dýran, þá myndi það kostar um 9 þúsund kr. eða sem svarar skikkanlegum mánaðarlaunum. IV/IYIMDIR: RUIMOLFUR ELEIMTIIMUSSOIM Þannig klæðast ungir herramenn ■ dag Þorsteinn Thorlacius sýnir hér hollenzkan frakka, er kostar kr. 3.600,00. Efnið er tweedofin ull og kraginn er einnig úr uli, þótt hann virðist vera úr skinni. ... '

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.