Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Page 8

Fálkinn - 18.07.1966, Page 8
^ sumt AÐ BLA í GLERKISTL Sumum finnst mikið í það varið, að vcra skrítn- ir og skemmtilegir. T. d. hafa alls konar fakírar riðið húsum í Evrópu og sýnt af sér skringileg- heit eins og að láta grafa sig lifandi, ganga á eldi, stinga sig í gegn og með ýmsu öðru móti. Maðurinn á myndinni heitir Tchandra og er indverskur fakír. Hann skemmtir mönnum með því að gista í glerkistu og hefur þegar verið þar í þrjá mánuði, eða eitthvað á fjórða. Kúnst- in er fólgin í því að liggja alltaf á bakinu. Einn- ig er til nokkurs að vinna fyrir manninn, því hann er að reyna að slá met í þessari grein. Nú, en fyrra metið átti hann sjálfur reyndar. BREYTING TIL 6ATNAÐAR Roberto Arias er kvæntur brezku ballerín- unni Margot Fonteyn. Þar að auki var hann ambassador Panama í London. Rétt eftir hjónavígsluna varð hann fyrir skoti og varð máttlaus fyrir neðan mitti. í mörg ár hafa þau hjónin háð baráttu fyrir heilsu hans og nú hefur hún borið þann árangur að hann er farinn að staulast um á fótunum, sem annars eru orðnir visnir af notkunarleysi. Vonir standa þó til að eftir eitt eða tvö ár verði þeir komnir í eðlilegt horf. RAKARI... A GRÆNNIGREIN Tónlistarunnendur um allan hcim kannast við franska tónskáldið Maurice Ravel, en ha-m samdi á sinni tíð heimsfrægan bólero. Þessi ágæti maður varð flugríkur á tón- srníðum sínum, en lengi mjög veikur áður en hann dó. Hann ánafnaði hjúkrunarkon- unni, sem annaðist hann í banalegunni öll- um tekjum af tónsmíðunum meðan hún væri á lífi. Hún dó og ættingjar tónskáldsins fóru í mál til að fá tekjurnar af tónverk- unum. Rakari, sonur hjúkrunarkonunnar, var hinn aðilinn og dómur féll á þá leið að hann ætti að njóta milljónanna. 8 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.