Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Page 31

Fálkinn - 18.07.1966, Page 31
NÝ STJARNA í HOLLYWOOD ÆR mega fara að vara sig, Ursula Andress, Jean Shrimpton og fleiri eftirsóttar stjörnur kvikmynda og tízku- blaða, því að nú er komin fram á sjón- arsviðið ný gyðja sem þegar er orðin fræg um allan heim af myndum í blöð- um og tímaritum. Hún er leikkona, en enginn veit enn hvernig hún leikur nema samstarfsfólkið í fyrstu ^ kvik- myndinni hennar, MILLJÓN ÁRUM FYRIR KRISTS BURÐ. Þar segir hún ekki eitt aukatekið orð því að það er álit lærðra manna, að ekki hafi verið búið að finna upp nein tungumál á þeim löngu liðnu tímum. Þetta er ástarsaga á steinöld, sam- tölin fara fram með stunum og skrækj- um, urri, hvæsi og ámóta hljóðum. Hættur eru margar og geigvænlegar í líki fornaldarófreskja og náttúruham- fara, en að sjálfsögðu fer allt vel að lokum. Kvenhetjan gengur um í for- sögulegum bikinibaðfötum úr loðskinni og snyrtir andlit sitt á nútímavísu. Myndin mun brátt koma á markað- inn, en aðalstjarnan er nú að leika í þriðju kvikmynd sinni. Hún heitir í Raquel Welch og er fædd í Chicago 5. september 1942. Faðir hennar var efnaður verkfræðingur af fransk- ■ spænskum ættum, og Raquel ólst upp : á góðu og glöðu heimili. Hún var falleg strax í bernsku og varð fegurri með í hverju árinu sem leið, dreymdi um leik- list frá því að hún var smáhnáta. söng dægurlög þegar hún var þriggja ára og las upp ljóð fyrir gesti sem komu, lék í barnaleikriti fimm ára, aðalhlut- verk í skólaleikriti sjö ára, átta ára byrjaði hún að læra ballett og söng í kirkjukór, seytján ára flutti hún veður- fregnir í sjónvarpinu, átján ára gerðist hún módel. og nítján ára fór hún til Hollywood. Smáhlutverk í nokkrum Framh. á bls. 40. | Atrifti ur steinaldarmyndinni FALK.I NN 31

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.