Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 27
Aðeins fyrri hluti þróunarliugtaksins, stirb und werde,
hefir fullkomnazt. Skáldin hafa haldið dómsdag yfir
sjálfum sér og gamla heiminum. Líf þeirra er undirhúið
fyrir hinar nýju, fagnaðarrikari staðreyndir tímanna,
sem um leið fela í sér ráðningu hinna upprunalegu
óska. En eins og áður, eru það ekki hinir stærstu við-
hurðir, elcki sigur verklýðsbyltingarinnar í Sovétríkjun-
um eða framvkæmd Áætlunarinnar miklu, þvi að dýpt
þeirra skynjar enginn til neinnar hlítar, heldur oftast
einfaldari staðreyndir, einhverjir neistar þessa elds, sem
tendrað hafa nýtt líf hjá skáldunum. Eitthvert óbrotið
starf, er þau liafa séð unnið i þjónustu þessara viðhurða,
ein hinna ósegjanlega mörgu fórna fyrir hugsjón og
veruleik sósíalismans, allt frá hinum hversdagslegu, að
fórna atvinnu eða áliti, og yfir til þeirra einstæðu og
hinnztu, að fórna sjálfu lífinu. Og þó er það ef til vill
ekki sjálf fórnin, sem mest áhrif hefir haft, heldur leiftr-
ið i auga þess manns, er hana vann. Öll þessi atvik
falla eins og ný fræ í hjörtu skáldanna. Og einn dag
eru þau þar, sem nýjar ákvarðanir koma fram, þar sem
þær rísa af fátækt, hungri, misrétti og þjáningum, hin-
ar örlagaþungu ákvarðanir, sem fæðst hafa á andvöku-
nóttum, langt niðri i djúpi hugarins, og eiga sér i hverju
hrjósti langa píningarsögu. En nú streyma þær saman
í eitt flóð, eins og lækir koma hoppandi niður lilíðar,
einhvers staðar ofan af öræfum, undan klaka og snjó.
Og allir hinir fátæku menn skipa sér í fylkingu um
liinar nýju ákvarðanir og það fylgir þeim kraftur og
vald, og skáldin verða heit og sterlc og finna, að þetta
er lífið. En þó var kannslci mest um vert eitt orð, að
sjá, er það snart fólkið, hvernig augu þess blika, fá nýj-
an ljóma, eins og frá dögum æskunnar, pieðan lífið hló
við manni, þó að það væri gatan, og sólin skini aldrei
þangað niður, og skáldin skynjuðu, að heimur þess-
ara manna var land upphyggingarinnar, þar risu nýj-
ar hallir, ný skip til að sigla á, og nýir vegir lágu um
27