Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 127
son, lengra frá sá hann enn nokkra fámenna hópa, sem
urðu óðum þunnskipaðri. Einn maður dróst langt aft-
ur úr á höltum hesti. Hann veifaði hendinni og hróp-
aði eitthvað. Þeir með gullbryddu liúfurnar umkringdu
hann og hörðu hann með byssuskeftunum. Hann rið-
aði og féll. Levinson hrukkaði ennið og sneri sér und-
an.
Nú var hann, ásamt Vörju og Gontsjarenko, kominn
að bugðu á veginum. Skothríðin rénaði og kúlurnar þutu
ekki lengur um eyru þeirra. Levinson stöðvaði hest sinn
ósjálfrátt. Sjálfboðaliðarnir, sem eftir lifðu, náðu lion-
um einn og einn. Gontsjarenko taldi nítján að sjálfum
sér og Levinson meðtöldum. Þau þeystu lengi á slökki
meðfram brekkunum, án þess að mæla orð, og störðu
með augum, sem lýstu dulinni skelfingu, og þó um leið
vaknandi feginleika, á hina mjóu, gulu, þögulu rönd,
sem óaflátanlega æddi á undan þeim eins og einmana,
flýjandi hundur.
Smátt og smátt liægðu hestarnir á sér og fóru að
brokka. Það var hægt að greina einstök, sviðin trjá-
brot, runna, mælisteina og heiðan himininn yfir skóg-
arröndinni i fjarska. Svo fóru hestarnir fót fyrir fót.
Levinson reið litið eitt á undan og laut höfði í djúp-
um hugsunum. Öðru hvoru leit hann vandræðalega um
öxl, eins og hann ætlaði að spyrja að einhverju, en
kæmi ekki fyrir sig, hvað það væri, — hann horfði á
förunauta sína með uggvænlegu, starandi augnaráði,
sem blindi beint út í tómið. Allt í einu stöðvaði liann
hestinn snöggt, sneri sér við og leit í fyrsta skipti fast
og alvarlega á menn sína, með sinum skíru, dökkbláu
augum. Átján manns námu staðar sem einn maður. Það
varð djúp þögn.
— Hvar er Baklanoff? spurði Levinson.
Átján manns liorfðu á hann þegjandi og vandræða-
lega.
— Baklanoff hafa þeir drepið, sagði loks Gonsjar-
127