Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 267
atriði fyrir atriði, við hið raunverulega atferli. Á sama
hátt og stefnuskrá fasismans er upplogin frá rótum,
þannig eru einnig bókmenntir lians. Hið dulræna þrugl
hans í bókmenntunum um „blóð og ,jörð“ er af sama
toga spunnið og hinar pólitísku kenningar hans um að
hann sé andkapitalistisk stefna og hylting og jafnvel
jafnaðarstefna, — allt miðandi að því, að ljúga sig inn
á fólkið, hinn vinnandi fjölda, sem er andkapítalislisk-
ur og trúir af eðlisávisun á byltingu og jafnaðarstefnu.
Allar markverðar bókmenntir liafa verið troðnar und-
ir hæli um leið og vilji fólksins í fasistiskum löndum,
en í stað þess liafin verksmiðjuframleiðsla á upplogn-
um átthagabókmenntum, fullum af sveitasælu, meining-
arlausri „hetju“dýrkun, falskri rómantík, vitfirrtri kyn-
þáttadulspeki og annari metafýsik. Jafnvel hinar hrein-
ræktuðu borgaralegu bókmenntir, eins og þær væru eðli-
Iegastar og eins og þær túlka viðhorf horgarastéttarinn-
ar sannlegast á þessum tímum, hafa einnig verið hann-
aðar í fasislalöndum, leyfðar eru aðeins upplognar eft-
irliermur á bókmenntastefnum frá þeim tímum, þegar
borgarastéttin enn átti sér siðferðisrölc og fór með lif-
fræðilega grundvallað hlutverk í þróunarsögu mann-
félagsins. Þessar bókmenntir, sem eru samanhnoðaðar
af ritandi þjónum hins fasiséraða auðvalds, eru á list-
rænan mælikvarða fvrir neðan alla gagnrýni, og þess
eru dæmi, að sumar þeirra liafi verið gefnar lit af for-
lögum í útlöndum, til fjandskapar við fasismann, því
þær geta aðeins vakið umhugsun um það eilt, hvort
líklegra sé, að þær séu skrifaðar af alveg ótrúlegri
mannfyrirlilningu eða þá af alveg óskiljanlegri heimsku.
Annars verður sú andlega formyrkvun ekki rakin hér
nánara.
Að hreinræktuðum horgaralegum hókmenntum, eða
æins og ég sagði í upphafi, bókum eftir heiðarlega horg-
aralega höfunda, verður að leita í horgaralegum lönd-
>um utan fasismans.
2(57