Rauðir pennar - 07.12.1935, Side 202
úr öllum hugsanlegum dýrum, og átti hið merkilegasta
safn, meðal annars átti hann rostungstönn væna. Var
hann af þessu nefndur Tanna-Grímur og var frægur
um allt héraðið. Tanna-Grímur var stundum hafður að
skopi, en við hátiðleg tækifæri setti hann svip á þorp-
ið með hugvitssemi sinni.
Og nú gekk Tanna-Grímur á fund hins danska kaup-
manns og mælti:
— Hafið þér hugleitt, að hans hátign, kóngurinn, kem-
ur ekki nema einu sinni til lands elds og ísa, í þetta
eina skipti birtist hann oss. ísland sýnir ekki stórfeng-
leika sinn, nema með eldsumbrotum eða öðrum nátt-
úruundrum.
Hafið þér frétt, að fjöllin fyrir sunnan hafi gosið
við þetta tækifæri?
Nei, — elcki hefir Reykjanesfjallgarðurinn gosið, ekki
Lakagígar, ekki Hekla eða Snæfellsjökull. — Nú er
tækifærið fyrir þetta litla þorp að minna hans hátign
á hinn eilifa og óslökkvandi eld, sem sogast og snark-
ar undir fótum vorum.
Sá danski kinkaði kolli.
— Hér er ógrynni af uppkveilcju og eldsneyti um alla
eyrina í mestu óhirðu, hélt Tanna-Grímur áfram.
— Brennum nú þessu kónginum til dýrðar. Hér liggja
tjörukaggar og botnlausar tunnur, rekadrumbar og
kassafjalir, grútartunnur, sundurliðaðir bátagarmar og
skipsjullur, prammar, sem skíðloga; auk þess hálmur
og dýnur, sem liggja i ýmsum kjallarahornum, kaðlar
og tjöruhampur, hefilspænir, beinadrasl, pokar og ann-
að, sem hægt er að sópa saman i nokkrar liesthyrðar
á svipstundu.
Og kaupmaðurinn, sem sá, að þetta var hverju orði
sannara, leit til fjallsins, sem slútti yfir eyrina. Þar
gnæfði Eyrartindur, hátignarlegur og svipmikill, með
brúnum aurum niður í miðja græna hlíðina, en svört-
um klettasillum efst.
202