Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 125
Ósjálfrátt dró liann upp skammbyssuna og liorfði
lengi á hana undrandi og skelfdur. En jafnframt fann
hann, að hann mundi aldrei geta stytt sér aldur, því
að þrátt fyrir allt elskaði liann ekkert í öllum heim-
inum eins og sjálfan sig, — hvítu, óhreinu, veiku liönd-
ina sína, sína stynjandi rödd, þjáningar sínar og at-
hafnir, einnig hina allra ógeðslegustu. Hann stirðnaði
af skelfingu bara við lyktina af byssusmurningunni.
Svo setti liann upp sakleysissvip og stakk byssunni á
«ig aftur með skinhelgri, felulegri hreyfingu.
Nú stundi hann ekki né grét lengur. Hann lá á grúfu
hreyfingarlaus með hendurnar fyrir andlitinu. Fyrir-
bæri og atvik siðustu mánaðanna, frá því hann fór hurt
úr borginni, liðu fyrir hugskotssjónir lians í þreyttri,
dapurlegri lest. Barnalegir draumar lians, sem liann nú
skammaðist sín fyrir, kvalir fjæsta bardagans og fyrstu
sáranna, Moroska, sjúkraliúsið, Pika gamli, með þunna
silfurhárið sitt, lík Troloffs, Varja, með stóru, þreyttu
augun og þessi nýafstaða ferð yfir fenin, sem yfir-
skyggði allt annað . ..
„Ég afber þetta ekki lengur,“ hugsaði hann með
skyndilegri stillingu og einlægni, og liann varð gripinn
af sterkri meðaumkvun með sjálfum sér, „ég afber
þetta ekki lengur, ég get ekki lifað slíku siðlausu, dýrs-
legu, hræðilegu lífi lengur“, — hugsaði liann aftur, til
þess að hræra sjálfan sig enn meira og fela eigin ágalla
og hrakmennsku undir þessum samúðarríku hugleið-
ingum.
Ennþá fordæmdi hann verk sitt og iðraðist þess, en
hann gat þó ekki lengur bælt niður persónulega gleði
sína og vonir, sem allt í einu vöknuðu hjá honum, þeg-
ar hann hugsaði út í það, að hann væri nú algerlega
frjáls og gæti nú farið þangað, sem lífið væri ekki svona
hræðilegt og þar sem enginn vissi um verk lians. „Nú
fer ég til borgarinnar, ég á einskis annars úrkostar en
að fara þangað“, hugsaði hann og reyndi að hregða
125