Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 71
Þegar Jón Jónsson sá, að þetta var ekki atvinnutil-
boð, fór hann að reyna að rifja upp fyrir sér, á hverju
hann liefði eiginlega lifað undanfarið, en það var allt
mjög óljóst og ógreinilegt. Enda hafði liann aldrei gef-
ið þvi neinn gaum, meðan hann hafði vinnu, hvað þá
nú, þegar það var lireinasta tilviljun, hvernig hann fór
að horga liúsaleiguna.
Björg horðar oft lijá Rönku gömlu, sagði hann.
Ekki fannst dómaranum það nægilegt til framfæris.
Jón Jónsson minntist á Mötuneytið og Yetrarlijálpina.
Hann kvaðst lika eiga lítilræði lijá manni, sem væri að
byggja hús.
Ekki liafið þér lifað á þvi, sem þér eruð ekki búnir
að fá.
Siðan heimtaði dómarinn, að hann skýrði nákvæm-
lega frá því, hve mikið liann hefði unnið sér inn á mán-
uði undanfarið, og hvar það liefði verið.
En slíka skýrslu var Jón Jónsson ófær um að gefa.
Ég man það ekki, sagði hann, ég veit það ekki.
Játið þér nú, að þér hafið bruggað eða selt áfengi á
ólöglegan hátt, það er það langbezta, sem þér getið gert,
úr því, sem komið er, sagði dómarinn.
En Jón Jónsson lét ekki snúa svoleiðis á sig.
Og dómarinn vildi heldur ekki láta snúa á sig og lög
mannanna með eignarétlinn. Hann varð að dæma þenn-
an mann. Lögin voru ekkert leikaraspil, sem ekki var
að marka, eins og sjóorustur strákanna í Vesturbænum.
Svo beitti liann lærdómi sínum og dæmdi sinn dóm.
Og dónmrinn gekk til Hæstaréttar, sem staðfesti hann
með nokkrum hreytingum.
Og þvi var það, að Ríkisútvarpið gat tilkynnt hlust-
endum sínum, að atvinnulaus verkamaður hefði verið
dæmdur i tveggja ára fangelsi fyrir að geta ekki gert
grein fyrir framfæri sínu.
Og þannig lijálpaði Jón Jónsson ennþá sinni borg til
að vaxa — vaxa að viti og menningu.
71