Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 207
systkinunum, tók undir liökuna á þeim, brosti í'raman
í þau og strauk svo yfir koll þeirra. Svo hélt hann á-
fram að segja eitthvað við mömmu, benti og pataði
með vísifingrinum inn i dyrnar, gekk svo tvö skref að
dyrunum og rak liöfuðið inn. Þar hefir liann sjálfsagt
séð vatnsfötu á hillu i anddyrinu, og sjóvettlinga af
jiabba, sem liengu þar á nagla, kannske reiðhestana
mína, því að ég geymdi þar kjálkana og leggina. Ef til
vill hefir hann lika séð steinbítinn, sem mamma ætlaði
að sjóða á morgun.
Þegar hann steig til baka, sagði liann ennþá eittlivað
við mömmu, en hún virtist óróleg og engu svara. Þá
stakk hann hendinni ofan í vasann og lagði eitthvað
i lófann á lienni, en liún rétti honum hægri höndina
og allir sáu, að þau tókust i hendur, en hann skund-
aði hýr i bragði til fólksins, sem beið.
Þetta var elcki löng stund, en allur hópurinn, sem
fylgdi kónginum, staðnæmdist i þyrpingu og liorfði með
nákvæmri eftirtekt á atburðinn, — á allar hreyfingar
kóngsins og á þessa fátæku og veiklulegu þurrabúðar-
konu, sem skyndilega kallaðist til þess að standa aug-
liti til auglitis við hátignina.
Allir sáu, að liún stóð eftir með eitthvað í vinstri hnef-
anum, hún var í vandræðum með hendina. Hvað hafði
Rakel hulið í hnefanum? Sú varð fyrir því!
Svo gekk kóngurinn áfram, það sem hann langaði
til, þvert yfir eyrina, út á kambinn, þar sem fiskstakk-
arnir stóðu á reitunum og fiskkörin, full af gruggugu
saltvatni, síðan upp eftir lcambinum og niður i var-
irnar, þar sem árabátarnir stóðu, skorðaðir með þrem-
ur mjóum skorðum á hvort borð, sumir bundnir í steina
á bæði borð. Og hann leit á veiðarfærin, snerti meira
að segja á önglunum og skoðaði færin og stjórann, tólc
upp eina blýsökkuna, en spurði ráðherrann, til hvers
þessi kútur væri i bátnum. — En það var blöndukút-
urinn.
207