Rauðir pennar - 07.12.1935, Side 173
harðýðgi og borgarar ítölsku borgríkjanna yfir mála-
liðinu á miðöldunum. Það er ekki nóg með það, að
borgarastéttin horfi á það með ánægju og hvetji til
þess, að fasistarnir misþyrmi öreigastéttinni, heldur læt-
ur hún það afskiptalaust, að þeir ofsæki rithöfunda og
vísindamenn og geri þá landrælca, og þó eru þetta full-
trúar þeirrar sömu menningar, sem hún fyrir skemmstu
vegsamaði og hældi sér af að hafa skapað.
Nasisminn, sem hyggst að framkvæma liugsjón auð-
valdsdrottnanna, að „skipta jörðinni“ með nýju verald-
arstríði, lieimtar rétt þýzka kynflokksins til yfirráða
yfir öllum öðrum kynflokkum lieimsins. Þessi löngu
gleymda hugsjón hins sálsjúka Nietzsche, um forustu
„bjarlhærða vargsins“, er sprottin af þeim staðreynd-
um, hvernig hvíti kynflokkurinn hefir undirokað Ind-
verja, Indókinverja, Svertingja o. s. frv. Þessi hugsjón
blómgaðist á þeim árum, sem borgarar Þýzkalands
höfðu barið niður meðbræður sina i Austurriki og
Frakklandi og gerðust nýlenduræningjar að sið Breta,
Hollendinga og Frakka. Þessi kenning um yfirráðarétt
hvíta kynþáttarins og einræði í heiminum er viðurkenn-
ing fyrir rétti hverrar þjóðernisklíku borgaranna til að
líta á, ekki einungis alla aðra kynþætti, heldur einnig
sína hvítu nágranna i Evrópu sem barbara, sem þeim
sé slcylt að undiroka og uppræta af jörðinni. Þessi hug-
sjón, sem þegar er framkvæmd af borgurum Japans
og Italiu, er ein af hinum raunverulegu staðreyndum,
sem ákveða hina nýmóðins merkingu í orðinu „menn-
^.<6
mg .
Ýmsir frægir menn í borgarastétt Evrópu brýna nú
röddina og æpa um offramleiðslu á menntamönnum,
nauðsynina til að takmarka lærdóm, setja þróun menn-
ingarinnar skorður og meira að segja um þarfleysu
vélanna og afturhvarf til verkfærasnauðrar handavinnu.
Erkibiskupinn yfir York flutti þennan fagnaðarboðskap
i skólasetningarræðu í Bournemouth:
173