Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 177
á mánuði, rúmlega helmingi meira en venjuleg árs-
notkun Svíþjóðar. Sendiherra Breta í Kaupmannahöfn,
Sir Wolf Pudget, gaf þær upplýsingar, að þessi kol færu
til þess að „drepa enska hermenn“, en því var ekki
anzað. Það er skjallega sannað, að franskir braskarar
seldu fjandmönnum sinum, þýzkum bröskurum, nikkel
og tin, meðan á striðinu stóð, og að brezkur vopna-
verksmiðjueigandi hafði vöruskipti við þýzkan starfs-
bróður sinn. Fleiri samskonar svivirðileg viðskipti áttu
sér stað, þó þau séu ekki „opinberlega staðfest“. Á þessu
má sjá, að stríðið truflar ekki kaupsýsluna og að „sam-
an níðingar skríða“ til þess að auðga sig á stórkostleg-
um manndrápum. Öreigarnir skilja, þvi miður, ekki enn-
þá, að þeir liefðu átt að neita að drepa stéttarhræður
sína, að eftir striðið var sú skylda lögð þeim á herð-
ar að framkvæma viðreisnarstarfið eftir eyðilegginguna
og bæta burgeisunum tjónið.
Hin einfalda, skýlausa, mannúðlega réttlætistilfinn-
ing segir oss, að afrakstur vinnunnar hljóti að tillieyra
þeim, sem framkvæmt liafa hana, en ekki hinum, sem
skipað hafa öðrum að vinna. Voimin — sérhvert vopn
— er afrakstur vinnu verkalýðsins.
Vér erum þá þegar komin að nokkurri niðurstöðu
um það, livert er hlutverk hugtaksins „menning hinnar
núverandi horgarastéttar Vesturevrópu, hyggð á grísk-
rómverskum verðmætum“. Hér skal nú bætt við nokkru
á sviði „alþjóðlegrar siðfræði“, nokkru, sem borgara-
stétt Stóra-Bretlands hefir fyrir nokkrum dögum lát-
ið sér sæma að gera. Þessir eyjaborgarar liafa fyrir
löngu áunnið sér það álit nágranna sinna, að þeir séu
„fláráðir“, þ. e. blygðunarlausir, hræsnifullir, jesúítislcir.
Eins og menn muna, gáfu þeir borgurum Frakklands
ýms hátíðleg loforð, sem auðvitað áttu að stuðla að
vernd frönsku braskaranna, ef til ófriðar kæmi milli
þeirra og Þjóðverja. Það var meira að segja viðhaft
þetta vígorð: „Landamæri Englands eru um Rín“, en
177