Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 53
IV.
Þessi ritgerð er orðin lengri en hún átti að vera. Þvi
verður að fara fljótt yfir sögu, það sem eftir er. Þó er
óhjákvæmilegt að gefa nú ofurlítið yfirlit um þróun
hinnar nýju stefnu. Aldrei áður í bókmenntasögunni
eru dæmi til þess, að nokkur stefna liafi þróazt jafn
ört, enda er hin nýja stefna borin fram af dýpra veru-
leik og alþjóðlegri nauðsyn en nokkur önnur bókmennta-
stefna. Hún á sér langan aðdraganda, frá því að óskir
þær og hugsjónir, sem í verkum liennar eignast líf og
veruleik, komu fyrst fram. I þeim skilningi er hún jafn-
gömul frelsisþrá verkalýðsins, og hún sprettur raunveru-
lega með marxismanum og verklýðshreyfingunni. En
saga liinnar nýju stefnu, frá því liún eignast ákveðna
vitund um sjálfa sig, er aðeins fárra ára. Lenin mark-
aði skýrast hlutverk liennar á sínum tíma. Með stofn-
un verklýðsríkisins hefjast liinar stórfelldu tilraunir við
ákveðna mótun liennar. Mörg skáldafélög spruttu þar
upp á skömmum tíma, er öll höfðu það markmið, að
móta skáldskap og list eftir hinum nýju þjóðfélagslegu
skilyrðum. Ýms gönuskeið voru lilaupin fyrst í stað,
og félögin deildu stundum liart sín á milli um skáld-
skaparleiðirnar. En upp af þessu spratt þegar auðugt
hókmenntalíf, og hin nýja stefna eignaðist fljótt ákveðn-
ara mót. Samtímis tekur hún að mótast í öðrum lönd-
um, þar sem hin byltingarsinnaða hreyfing verkalýðs-
ins var sterkust. Það er ekki rúm til að rekja þetta
frekar. Aðeins verður liér stiklað á nokkrum helztu við-
burðum í sögu hinnar nýju stefnu, frá því hún liófst
á alþjóðlegan mælikvarða.
Stofnun alþjóðasambands byltingarsinnaðra rithöfunda.
Á 10 ára afmæli rússnesku byltingarinnar, 1927, var
háð i Moskva fyrsta alþjóðaþing byltingarsinnaðra rit-
höfunda. Til þingsins var þó ekki boðað á venjulegan
53