Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 181
verkamanna og bænda, þúsundir menntamanna og
„meistara menningarinnar“ drepnir. í hvaða tilgangi?
Aðeins vegna ástríðu nokkurra braskara og bankaeig-
enda til þess að undiroka og ræna nágranna sína. Það
er margsannað og óhrekjanlegt, að hinar sí-endur-
kvæmu styrjaldir borgarastéttanna eru ekkert annað en
ránsherferðir, þ. e. glæpir, sem varða við hegningarlög
allra borgaralegra ríkja.
Þessir vitfirrtu glæpir hins borgaralega ránsskapar
eru sérstaklega viðurstyggilegir, þegar liugað er að því;
hvílík býsn andlegra verðmæta þeir hafa eyðilagt og
munu eyðileggja. Hve margar borgir, verksmiðjur, iðju-
ver, munu verða eyðilögð, live mörgum fögrum skip-
um verður sökkt, hve miklu af ræktuðu landi verður
spillt. Óteljandi börn verða myrt. Glæpabrjálæði auð-
valdsstéttanna neyðir verkamenn, bændur og mennta-
menn til þess að eyðileggja árangur verka sinna og tor-
tíma sjálfum sér.
„Hagspekin“ situr í fyrirrúmi lijá borgarastéttinni á
hinn dýrslegasta efnishyggjuhátt. Hinn eitraða „anda“
þessarar rángjörnu efnishyggju hinna tvífættu, söddu
köngulóa, er ekki einu sinni lengur reynt að hylja með
tötrum trúar og lieimspeki. Fasisminn og þjóðkynja-
hatrið eru feimnilausar opinberar prédikanir um ráns-
herferðir. Þarna hafið þið hann, þennan „anda“ hinn-
ar borgaralegu „menningar“. Viðbjóðslegan, svívirði-
legan anda. Og þegar lieiðarlegir menntamenn óttast
að kafna í lionum, flýja þeir land, þar sem liann veð-
ur uppi með ósvífnunstu frekjunni í dag, en á morgun
mun hann reynast þeim jafn hlygðunarlaus, livert sem
þeir flýja, svo lengi sem öreigastéttin lætur hann við-
gangast.
Það er því ekki nema eðlilegt, að menn spyrji: Hvaða
rétt hefir borgarastéttin til að fara með völdin, stétt, sem
afneitar grundvelli menningar sinnar, sem liefir glat-
að hæfileikanum til að stjórna þjóðarbúskapnum, sem
181